Opna verslanir í Kringlunni á ný Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 10:15 Kultur er meðal sex verslana sem voru opnaðar í morgun. Vísir/Sigurjón Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. Hátt í þrjátíu verslanir skemmdust þegar kviknaði í þaki Kringlunnar í júní, þegar verið var að leggja þakpappa. Í fréttatilkynningu frá Kringlunni segir að verslanir hafi skemmst mismikið og endurbætur hafi staðið yfir síðan bruninn varð. Nú horfi allt til betri vegar og verslanir hafi verið opnaðar hver á fætur annarri. Restin opnuð í næstu viku en þó ekki allar Í dag hafi mikilvægum áfanga verið náð þegar verslanirnar Polarn O. Pyret, Icewear, Galleri 17, Kultur, Kultur Menn og GS skór voru opnaðar. Þær allra síðustu verði opnaðar í síðustu viku. Þó hefur verið greint frá því að ekki allar verslanir verði opnaðar á ný. „Síðustu mánuðir hafa verið langir og erfiðir fyrir alla sem tengjast Kringlunni, viðskiptavini og rekstraraðila. Miðað við umfang skemmda er kraftaverk hvað mikið hefur áunnist við endurbætur og Kringlan í dag er jafnvel betri en ný,“ er haft eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar. Lán í óláni Haft er eftir Baldvinu að í erfiðleikum myndist oft tækifæri og að tekist hafi í samstarfi við rekstraraðila að endurskipuleggja verslanaeiningar, færa til verslanir sem hafi lengi beðið eftir stærra rými auk fleiri hagræðinga. Kringlan er komin í jólabúning eins og svo margt annað.Kringlan „Ný og spennandi verslun opnar á næstu dögum en það er Húrra Reykjavík. Við erum við afar glöð með að fá þau í húsið og ekki í vafa um að viðskiptavinir verði það líka. Við í Kringlunni erum himinlifandi með þennan áfanga í dag. Kringlan er komin í jólaskrúða og sannarlega vel í stakk búin fyrir jólagleðina á aðventunni sem nálgast óðfluga.“ Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Verslun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Hátt í þrjátíu verslanir skemmdust þegar kviknaði í þaki Kringlunnar í júní, þegar verið var að leggja þakpappa. Í fréttatilkynningu frá Kringlunni segir að verslanir hafi skemmst mismikið og endurbætur hafi staðið yfir síðan bruninn varð. Nú horfi allt til betri vegar og verslanir hafi verið opnaðar hver á fætur annarri. Restin opnuð í næstu viku en þó ekki allar Í dag hafi mikilvægum áfanga verið náð þegar verslanirnar Polarn O. Pyret, Icewear, Galleri 17, Kultur, Kultur Menn og GS skór voru opnaðar. Þær allra síðustu verði opnaðar í síðustu viku. Þó hefur verið greint frá því að ekki allar verslanir verði opnaðar á ný. „Síðustu mánuðir hafa verið langir og erfiðir fyrir alla sem tengjast Kringlunni, viðskiptavini og rekstraraðila. Miðað við umfang skemmda er kraftaverk hvað mikið hefur áunnist við endurbætur og Kringlan í dag er jafnvel betri en ný,“ er haft eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar. Lán í óláni Haft er eftir Baldvinu að í erfiðleikum myndist oft tækifæri og að tekist hafi í samstarfi við rekstraraðila að endurskipuleggja verslanaeiningar, færa til verslanir sem hafi lengi beðið eftir stærra rými auk fleiri hagræðinga. Kringlan er komin í jólabúning eins og svo margt annað.Kringlan „Ný og spennandi verslun opnar á næstu dögum en það er Húrra Reykjavík. Við erum við afar glöð með að fá þau í húsið og ekki í vafa um að viðskiptavinir verði það líka. Við í Kringlunni erum himinlifandi með þennan áfanga í dag. Kringlan er komin í jólaskrúða og sannarlega vel í stakk búin fyrir jólagleðina á aðventunni sem nálgast óðfluga.“
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Verslun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira