Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Aftur­elding einum sigri frá úr­slitum

    Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Við vorum bara ekki á svæðinu“

    Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“

    ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur.

    Sport
    Fréttamynd

    „Hefðum þegið betri mark­vörslu“

    Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var heilt yfir ánægður með frammistöðu leikmanna sinna þó svo að liðið hafi lotið í lægra haldi fyrir FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Höfðum stjórn á leiknum allan tímann“

    Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur við lærisveina sína þegar liðið komst yfir í 1-0 í rimmu sinni við ÍBV í undanúrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Her­geir til Hauka

    Hergeir Grímsson er genginn til liðs við Hauka og mun spila með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindu Haukar á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Mættum klárir og ætluðum að svara fyrir laugar­daginn“

    Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir tóku á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Afturelding var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og unnu að lokum ellefu marka sigur 35-24 sem tryggði liðinu sæti í undanúrslitum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán Rafn leggur skóna á hilluna

    Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir tap Hauka gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Tapið þýðir að Haukar eru úr leik.

    Handbolti