Enski boltinn

Frá­bær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kannski ekki besta byrjun sögunnar en byrjun Arne Slot með Liverpool fær flesta stuðningsmenn félagsins til að hætta að sakna Jürgen Klopp.
Kannski ekki besta byrjun sögunnar en byrjun Arne Slot með Liverpool fær flesta stuðningsmenn félagsins til að hætta að sakna Jürgen Klopp. Getty/Robin Jones

Hollenski knattspyrnustjórinn Arne Slot er á góðri leið með að gera Liverpool að enskum meisturum á fyrsta tímabili. Liðið er þegar komið með átta stiga forskot eftir tólf leiki. Það hefur samt einn stjóri byrjað betur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Slot er vissulega sá sem hefur byrjað best af þeim knattspyrnustjórum sem hafa byrjað tímabil með nýtt lið en það er einn sem hefur fengið fleiri stig í fyrstu tólf leikjum sínum.

Liverpool hefur náð í 31 af 36 stigum í boði í þessum tólf leikjum en það er einu stigi minna en Manchester United gerði í fyrstu tólf leikjunum undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær tók við liði United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Liðið vann 5-1 sigur í fyrsta leik og var með markatöluna 12-3 eftir þrjá leiki.

Alls vann United sex fyrstu deildarleikina undir stjórn Norðmannsins eða allt þar til að liðið gerði 2-2 jafntefli við Burnley í lok janúar. Liðið gerði síðan markalaust jafntefli við Liverpool.

Liðið vann alls tíu af fyrstu tólf deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Fyrsta deildartapið kom ekki fyrr en í þrettánda leiknum þegar liðið tapaði 2-0 á móti Arsenal.

Liverpool tapaði á móti Nottingham Forest í vetur og gerði 2-2 jafntefli við Arsenal. Liðið hefur unnið hina tíu deildarleiki sína.

Liverpool mætir ríkjandi meisturum í Manchester City á heimavelli sínum á morgun og með sigri nær liðið ellefu stiga forskoti á lærisveina Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×