Innlent

„En ég heyri al­veg gríðar­legan stuðning víða“

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kjörstað í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kjörstað í morgun. Ragnar Visage

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skemmtilega hátíðartilfinningu að mæta á kjörstað. Hann segist vongóður með daginn.

Þegar hann greiddi atkvæði í dag sagði hann kosningabaráttuna hafa verið „þokkalega“, fylgið hefði þó sveiflast mjög mikið.

„Það mun sveiflast í dag líka. Þetta er orðið svona óljósara og meira spennandi en stundum áður,“ sagði Sigmundur.

Hann sagðist vongóður með frammistöðu Miðflokksins í kosningunum.

„Já, ég heyri…og eflaust segja allir stjórnmálamenn þetta…En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða sem mun skila sér í kjörkassana í dag. Ég er alveg viss um það.“

Sigmundur býður sig fram í Norðausturkjördæmi og þar er mögulegt að veðrið muni koma niður á talningu í kvöld og í nótt. Hann segist yfirleitt reyna að vaka alveg eftir niðurstöðum en ef fari svo að ekki verði hægt að klára að telja fyrr en á morgun, þegar hann þurfi að mæta í ýmis viðtöl, gæti reynst erfitt að vaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×