Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 15:59 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti hjá Inter. Getty/Pier Marco Tacca Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í dag, þriðja leikinn í röð, þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Cecilía hefur átt frábæra leiktíð hingað til eftir komuna til Inter í sumar, og fengið á sig langfæst mörk allra í ítölsku deildinni. Hún hefur alls haldið marki Inter hreinu í fimm af níu deildarleikjum sem hún hefur spilað, oftast allra markvarða í deildinni, og aðeins fengið á sig fimm mörk í hinum leikjunum. Alls hefur Inter fengið á sig sex mörk í deildinni hingað til, þremur færri en næsta lið í þeim efnum sem er topplið Juventus sem á eftir leik við Como á morgun. Inter komst með sigrinum í dag upp fyrir Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, í 2. sæti deildarinnar með 24 stig. Juventus er með 26 stig og Fiorentina 22 stig. Napoli er í 8. sæti með sex stig. Í harðri samkeppni í landsliðinu Cecilía, sem er 21 árs, er í afar harðri samkeppni um markvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu nú þegar sífellt styttist í Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Hún lék fyrri vináttulandsleikinn gegn Bandaríkjunum ytra á dögunum, og Telma Ívarsdóttir þann seinni. Fanney Inga Birkisdóttir, sem var aðalmarkvörður Íslands í undankeppni EM í sumar, missti af leikjunum við Bandaríkin vegna höfuðmeiðsla. Þær þrjár eru í hópnum sem mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember í vináttulandsleikjum á Pinatar Arena á Spáni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. 21. október 2024 08:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Cecilía hefur átt frábæra leiktíð hingað til eftir komuna til Inter í sumar, og fengið á sig langfæst mörk allra í ítölsku deildinni. Hún hefur alls haldið marki Inter hreinu í fimm af níu deildarleikjum sem hún hefur spilað, oftast allra markvarða í deildinni, og aðeins fengið á sig fimm mörk í hinum leikjunum. Alls hefur Inter fengið á sig sex mörk í deildinni hingað til, þremur færri en næsta lið í þeim efnum sem er topplið Juventus sem á eftir leik við Como á morgun. Inter komst með sigrinum í dag upp fyrir Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, í 2. sæti deildarinnar með 24 stig. Juventus er með 26 stig og Fiorentina 22 stig. Napoli er í 8. sæti með sex stig. Í harðri samkeppni í landsliðinu Cecilía, sem er 21 árs, er í afar harðri samkeppni um markvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu nú þegar sífellt styttist í Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Hún lék fyrri vináttulandsleikinn gegn Bandaríkjunum ytra á dögunum, og Telma Ívarsdóttir þann seinni. Fanney Inga Birkisdóttir, sem var aðalmarkvörður Íslands í undankeppni EM í sumar, missti af leikjunum við Bandaríkin vegna höfuðmeiðsla. Þær þrjár eru í hópnum sem mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember í vináttulandsleikjum á Pinatar Arena á Spáni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. 21. október 2024 08:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. 21. október 2024 08:31