Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 22:17 Lewandowski fagnar ásamt samherjum sínum. EPA-EFE/Alberto Estevez Robert Lewandowski, framherji Barcelona, varð í kvöld þriðji leikmaðurinn til að skora hundrað mörk i Meistaradeild Evrópu. Það gerði hann í 3-0 sigri Börsunga á Brest. Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33
Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33
Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06