Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 15:57 Leikskólanum Mánagarði var lokað í kjölfar sýkingarinnar og hann þrifinn og sótthreinsaður. Hann var svo opnaður á ný í síðustu viku. Vísir/Einar Enn eru þrjú börn inniliggjandi á Barnaspítalanum vegna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði. Tvö eru á legudeild og eitt á gjörgæslu. Barnið er ekki í lífshættu að sögn Valtýs Stefánssonar Thors yfirlæknis á barnaspítala Hringsins. Sjóvá hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir vegna veikindanna en Félagsstofnun stúdenta er bótaskyld vegna þeirra. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel en það hafa verið umtalsverð veikindi hjá þessum börnum,“ segir Valtýr. Fyrir viku síðan voru tíu börn inniliggjandi og hefur því gengið ágætlega að útskrifa börnin. Valtýr segir börnin þó enn undir ströngu eftirliti og verði það næstu daga og jafnvel vikur eða mánuði í einhverjum tilfellum. Tugir barna veiktust í kjölfar sýkingarinnar og var leikskólanum lokað á meðan málið var til rannsóknar. Hann var opnaður aftur í síðustu viku. Eins og hefur komið fram í umfjöllun var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Hafa tilkynnt veikindi til Sjóvá Þá var það staðfest í síðustu viku að Félagsstofnun stúdenta, sem rekur leikskólanna, væri bótaskylt vegna veikindanna. Foreldrum var þá bent á að hafa samband við Sjóvá. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá hafa einhverjir haft samband. „Okkur hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir varðandi málið en skammt er liðið frá því að yfirlýsing um bótaskyldu var gefin og við erum því ennþá að safna gögnum og vinna úr þeim. Við getum hins vegar ekki veitt nánari upplýsingar um afgreiðslu einstakra mála,“ segir í svari frá Jóhanni Þórssyni markaðsstjóra Sjóvá um málið. Tryggingar E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Eitt barn er enn á gjörgæslu í öndunarvél vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, segir líðan þess stöðuga. 5. nóvember 2024 18:56 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
„Þetta hefur gengið ótrúlega vel en það hafa verið umtalsverð veikindi hjá þessum börnum,“ segir Valtýr. Fyrir viku síðan voru tíu börn inniliggjandi og hefur því gengið ágætlega að útskrifa börnin. Valtýr segir börnin þó enn undir ströngu eftirliti og verði það næstu daga og jafnvel vikur eða mánuði í einhverjum tilfellum. Tugir barna veiktust í kjölfar sýkingarinnar og var leikskólanum lokað á meðan málið var til rannsóknar. Hann var opnaður aftur í síðustu viku. Eins og hefur komið fram í umfjöllun var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Hafa tilkynnt veikindi til Sjóvá Þá var það staðfest í síðustu viku að Félagsstofnun stúdenta, sem rekur leikskólanna, væri bótaskylt vegna veikindanna. Foreldrum var þá bent á að hafa samband við Sjóvá. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá hafa einhverjir haft samband. „Okkur hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir varðandi málið en skammt er liðið frá því að yfirlýsing um bótaskyldu var gefin og við erum því ennþá að safna gögnum og vinna úr þeim. Við getum hins vegar ekki veitt nánari upplýsingar um afgreiðslu einstakra mála,“ segir í svari frá Jóhanni Þórssyni markaðsstjóra Sjóvá um málið.
Tryggingar E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Eitt barn er enn á gjörgæslu í öndunarvél vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, segir líðan þess stöðuga. 5. nóvember 2024 18:56 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Eitt barn er enn á gjörgæslu í öndunarvél vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, segir líðan þess stöðuga. 5. nóvember 2024 18:56
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13
Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23