Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 07:03 Billy Gilmour og Scott McTominay leika báðir með Napoli á Ítalíu. Vísir/Getty Flestum þykja ítalskar pítsur mikið lostgæti. Mikilvægt þykir að fylgja ýmsum reglum sem tilheyra því að gera ekta ítalska pítsu en eigandi veitingastaðar eins í Glasgow lætur slíkt ekki stoppa sig í pítsugerðinni. Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“ Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“
Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira