„Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2024 21:55 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Tindastóll vann ellefu stiga útisigur gegn ÍR 82-93 í 2. umferð Bónus deildar karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var þó ósáttur með spilamennsku liðsins. „Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
„Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira