„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 16:45 Það gekk lítið upp hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar, í upphafi tímabils en á endanum náði hann að snúa við gengi liðsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. „Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira