Búið spil hjá fyrirliðanum en Barcelona má fá nýjan mann Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 11:30 Leikmenn Barcelona sáu strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst, þegar fyrirliðinn Marc-André ter Stegen meiddist í gær. Getty/Jose Breton Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen mun sennilega ekki spila meira fyrir Barcelona á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega í hné, í 5-1 sigrinum gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira