Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 19:36 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar hér einu marka sinna í kvöld en þetta voru fyrstu mörkin hennar í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Inaki Esnaola Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu sem varamaður í kvöld og skoraði fernu í mjög mikilvægum sigri Wolfsburg í Meistaradeild kvenna í fótbolta Wolfsburg vann 6-1 heimasigur á ítalska liðinu Roma en þær ítölsku höfðu unnið fyrri leik liðanna. Eftir þennan mikilvæga sigur þá er Wolfsburg með níu stig í öðru sætinu, þremur stigum á undan Roma. Lyon vann 6-0 sigur á Galatasaray í kvöld og er með fullt hús í toppsætinu. Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á sjöttu mínútu en Valentina Giacinti jafnaði metin á 56. mínútu. Lineth Beerensteyn skoraði eftir stoðsendingu Popp á 65. mínútu en fór svo af velli fyrir okkar konu. Sveindís Jane þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en kom inn á völlinn á 66. mínútu. Innan við tveimur mínútum síðar var hún búin að kom Wolfsburg í 3-1. Áður hafði hún lagt upp færi fyrir Popp og það er þvi óhætt að segja að hún hafi komið með miklum krafti inn í leikinn. Sveindís skoraði síðan fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Svenju Huth. Íslenska landsliðskonan var ekki hætt því hún skoraði sitt þriðja mark á 89. mínútu og nú eftir stoðsendingu frá Rebecku Blomqvist. Fernan var síðan innsigluð í uppbótatíma leiksins eftir sendingu frá Vivien Endemann. Þvílík frammistaða hjá okkar konu. Fjögur mörk á aðeins 34 mínútum og hún skapaði einnig þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Þetta voru fyrstu mörk Sveindísar í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni síðan í apríl 2023. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Wolfsburg vann 6-1 heimasigur á ítalska liðinu Roma en þær ítölsku höfðu unnið fyrri leik liðanna. Eftir þennan mikilvæga sigur þá er Wolfsburg með níu stig í öðru sætinu, þremur stigum á undan Roma. Lyon vann 6-0 sigur á Galatasaray í kvöld og er með fullt hús í toppsætinu. Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á sjöttu mínútu en Valentina Giacinti jafnaði metin á 56. mínútu. Lineth Beerensteyn skoraði eftir stoðsendingu Popp á 65. mínútu en fór svo af velli fyrir okkar konu. Sveindís Jane þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en kom inn á völlinn á 66. mínútu. Innan við tveimur mínútum síðar var hún búin að kom Wolfsburg í 3-1. Áður hafði hún lagt upp færi fyrir Popp og það er þvi óhætt að segja að hún hafi komið með miklum krafti inn í leikinn. Sveindís skoraði síðan fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Svenju Huth. Íslenska landsliðskonan var ekki hætt því hún skoraði sitt þriðja mark á 89. mínútu og nú eftir stoðsendingu frá Rebecku Blomqvist. Fernan var síðan innsigluð í uppbótatíma leiksins eftir sendingu frá Vivien Endemann. Þvílík frammistaða hjá okkar konu. Fjögur mörk á aðeins 34 mínútum og hún skapaði einnig þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Þetta voru fyrstu mörk Sveindísar í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni síðan í apríl 2023.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira