Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Sverrir Bergmann og Arna Ír Gunnarsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 12:42 Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar. Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum. Þetta birtist okkur vel í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við íbúa í Suðurkjördæmi síðustu vikurnar. Nú er sögulegt tækifæri til breytinga og Samfylkingin er tilbúin til verka með skýrt plan og trausta forystu leidda áfram af Kristrúnu Frostadóttur sem þjóðin treystir best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Við erum líka tilbúin og ætlum okkur að vera öflugir talsmenn fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Aukum öryggi fólks og lögum heilbrigðiskerfið Það að eiga ekki fastan heimilislækni veldur fólki miklu óöryggi, þetta heyrum við aftur og aftur í samtölum okkar við fólk. Þau sem ekki eiga fastan heimilislækni eru líklegri til að þróa með sér stærri vanda sem skapar aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu og hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Þessu ætlar Samfylkingin breyta og sjá til þess að allir íbúar landsins fái fastan heimilislæknir á næstu tíu árum. Forgangshópur verður 60 ára og eldri og þau sem eru með langvinn veikindi. Samfylkingin ætlar að taka heildstætt á vanda heilbrigðiskerfisins í stað þess að einblína á einstakan biðlista. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Fólkið okkar sem byggði upp landið á skilið að fá góða umönnun og búa við örugg kjör. Samfylkingin ætlar í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með því að byggja hratt upp þau hjúkrunarrými sem vantar og efla samþætta heimaþjónustu. Eldra fólk á ekki að lifa við fátækt og Samfylking ætlar að stöðva alfarið kjaragliðnun milli launa og lífeyris með því að binda greiðslur við launavísitölu, hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur og koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þús kr. skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Lækkum kostnað heimila og fyrirtækja Við ætlum að negla niður vextina með því að hætta að reka ríkið á yfirdrætti. Það verður að standa betur með ungu fólki og fjölskyldum og laga húsnæðismarkaðinn þannig að hann virki fyrir venjulegt fólk. Það þarf að fara í bráðaaðgerðir á sama tíma og unnið er að langtíma breytingum og Samfylkingin veit hvernig á að gera það og er tilbúin til verka. Þá hefurSamfylkingin þegar lagt fram frumvarp um umtalsvarðar og nauðsynlegar breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Við ætlum líka að sjá til þess að lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins hækki í takt við launaþróun með því að binda hann launavísitölu. Öflugt atvinnulíf og tvöföldun á fjárfestingu í samgöngum Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingar í samgöngukerfinu með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Allir sem reka fyrirtæki vita að það þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti, það sama gildir um Ísland. Næsta ríkisstjórn þarf að byrja aftur að fjárfesta og byggja upp sterka innviði til að atvinnulífið geti blómstrað um allt land. Kristrún Frostadóttir fundaði með 250 fyrirtækjum og þetta eru skýr skilaboð sem við tökum alvarlega. Öryggi á vegum úti er lykilatriði, bæði fyrir íbúa landsins og ferðafólk sem sækir landið heim. Eini flokkurinn sem tryggir breytingar Með því að kjósa Samfylkinguna getur þú verið viss um að þú sjáir þessar breytingar. Valið er skýrt: Viltu lækka skatta eða byggja upp heilbrigðiskerfi og aðra innviði? Viltu sama fólkið við völd og hefur verið þar í fjölmörg ár eða viltu nýjan öflugan skipstjóra fyrir þjóðarskútuna? Viltu breytingar eða meira af því sama? Samfylkingin er eini flokkurinn sem leggur áherslur á að byggja upp sterka innviði og er með trúverðuga leið til standa við gefin loforð. Samfylkingin er eini flokkurinn með nýjan öflugan leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða fram nauðsynlegar breytingar. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga - kjósum sterka Samfylkingu fyrir fólkið í landinu. Höfundar skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Víðir Reynisson 1. sætiÁsa Berglind Hjálmarsdóttir 2. sætiSverrir Bergmann 3. sætiArna Ír Gunnarsdóttir 4. sæti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar. Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum. Þetta birtist okkur vel í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við íbúa í Suðurkjördæmi síðustu vikurnar. Nú er sögulegt tækifæri til breytinga og Samfylkingin er tilbúin til verka með skýrt plan og trausta forystu leidda áfram af Kristrúnu Frostadóttur sem þjóðin treystir best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Við erum líka tilbúin og ætlum okkur að vera öflugir talsmenn fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Aukum öryggi fólks og lögum heilbrigðiskerfið Það að eiga ekki fastan heimilislækni veldur fólki miklu óöryggi, þetta heyrum við aftur og aftur í samtölum okkar við fólk. Þau sem ekki eiga fastan heimilislækni eru líklegri til að þróa með sér stærri vanda sem skapar aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu og hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks. Þessu ætlar Samfylkingin breyta og sjá til þess að allir íbúar landsins fái fastan heimilislæknir á næstu tíu árum. Forgangshópur verður 60 ára og eldri og þau sem eru með langvinn veikindi. Samfylkingin ætlar að taka heildstætt á vanda heilbrigðiskerfisins í stað þess að einblína á einstakan biðlista. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Fólkið okkar sem byggði upp landið á skilið að fá góða umönnun og búa við örugg kjör. Samfylkingin ætlar í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með því að byggja hratt upp þau hjúkrunarrými sem vantar og efla samþætta heimaþjónustu. Eldra fólk á ekki að lifa við fátækt og Samfylking ætlar að stöðva alfarið kjaragliðnun milli launa og lífeyris með því að binda greiðslur við launavísitölu, hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur og koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þús kr. skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Lækkum kostnað heimila og fyrirtækja Við ætlum að negla niður vextina með því að hætta að reka ríkið á yfirdrætti. Það verður að standa betur með ungu fólki og fjölskyldum og laga húsnæðismarkaðinn þannig að hann virki fyrir venjulegt fólk. Það þarf að fara í bráðaaðgerðir á sama tíma og unnið er að langtíma breytingum og Samfylkingin veit hvernig á að gera það og er tilbúin til verka. Þá hefurSamfylkingin þegar lagt fram frumvarp um umtalsvarðar og nauðsynlegar breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Við ætlum líka að sjá til þess að lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins hækki í takt við launaþróun með því að binda hann launavísitölu. Öflugt atvinnulíf og tvöföldun á fjárfestingu í samgöngum Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingar í samgöngukerfinu með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Allir sem reka fyrirtæki vita að það þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti, það sama gildir um Ísland. Næsta ríkisstjórn þarf að byrja aftur að fjárfesta og byggja upp sterka innviði til að atvinnulífið geti blómstrað um allt land. Kristrún Frostadóttir fundaði með 250 fyrirtækjum og þetta eru skýr skilaboð sem við tökum alvarlega. Öryggi á vegum úti er lykilatriði, bæði fyrir íbúa landsins og ferðafólk sem sækir landið heim. Eini flokkurinn sem tryggir breytingar Með því að kjósa Samfylkinguna getur þú verið viss um að þú sjáir þessar breytingar. Valið er skýrt: Viltu lækka skatta eða byggja upp heilbrigðiskerfi og aðra innviði? Viltu sama fólkið við völd og hefur verið þar í fjölmörg ár eða viltu nýjan öflugan skipstjóra fyrir þjóðarskútuna? Viltu breytingar eða meira af því sama? Samfylkingin er eini flokkurinn sem leggur áherslur á að byggja upp sterka innviði og er með trúverðuga leið til standa við gefin loforð. Samfylkingin er eini flokkurinn með nýjan öflugan leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða fram nauðsynlegar breytingar. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga - kjósum sterka Samfylkingu fyrir fólkið í landinu. Höfundar skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Víðir Reynisson 1. sætiÁsa Berglind Hjálmarsdóttir 2. sætiSverrir Bergmann 3. sætiArna Ír Gunnarsdóttir 4. sæti
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun