Skoðun

Við­reisn ætlar að for­gangs­raða – nýta skatt­fé miklu betur

Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Í hræðsluáróðri frá hægri og vinstri er menn að reyna að hræða kjósendur frá því að kjósa Viðreisn. Lítilmannlegt að segja að kjósa Viðreisn jafngildi því að kjósa einhvern annan flokk.

Viðreisn mun ekki taka þátt í hræðsluáróðri. Við höfum átt og viljum halda áfram uppbyggilegu samtali við þjóðina. Viðreisn mun forgangsraða verkefnum í samræmi við óskir þjóðarinnar. Nýta þannig skattfé betur og minnka alla sóun í kerfinu.

Viðreisn hefur sérstaklega rætt um að forgangsraða þannig að vextir lækki og hægt verði að sinna geðheilbrigðismálum betur. Svo eru það öll málin sem þarf að forgangsraða fyrir börnin, ungu fjölskyldurnar í landinu, ásamt því að við hvetjum til forvarna og heilsueflingar allra Íslendinga. Síðan á að athuga með þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB án ótta og hræðslu, þjóðin ræður.

Með því að skapa réttlátt samfélag, þar sem flestum líður vel og við sýnum hvert öðru virðingu og góðvild, minnkar vanlíðan og við sjáum fleiri bros. Það er pláss fyrir okkur öll – allir fái að koma að því að gera Ísland að enn betra landi. Verum til fyrirmyndar.

Hikum ekki við að setja C við Viðreisn – Kjósum frelsi og frið.

Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðskiptafræðingur, kennir leiðtogamenningu og Qigong lífsorkuæfingar.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×