„Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 12:10 Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun