Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 18:01 Er að verða enn flóknara í heimi með svo mikið meira af öllu um tækifæri, en hafði verið um aldir. Grein Arnars Þórs Jónssonar: Rödd Friðar þarf að hljóma skærar, er svo sönn. Það þarf að finna leiðir til að svo verði í öllum þessum darraðardansi efnishyggju og stöðugildis snobb og áherslu, sem hefur afvegaleitt svo margt í hugum of margra. Ég var ung þegar Kennedy kom út til að verða forseti Bandaríkjanna. Og ég upplifði það og skynjaði þannig að hann væri sá sem myndi lyfta hinu þunga skýi í andrúmsloftinu, sem ég upplifði vera yfir heiminum á þeim tímum. Ef mannslíf á að vera séð sem það dýrmætasta á jörðu? Þá virðist það vera hin mesta lygi eins og við sjáum í dag í tveim stríðum eftir svo mörg önnur þar sem ótal mannverur voru og eru drepnar á forsendum Egóa geðveikra einstaklinga. Mannvera sem náðu og ná enn að fá þær stöður og völd sem létu og láta þá réttlæta það fyrir sjálfum sér að dreifa Egói sínu út í græðgi til að stela landi annarra þjóða, drepa og eyðileggja. Það að sjá núna að það sé rætt: Eins og eðlileg viðskipti „Business as usual“ að Pútin hafi rétt á slíku og Hamas og leiðtogi Ísraels Netanahju í miðausturlöndum. Og enginn stigið inn til að stöðva útrýminguna og eyðileggingarnar í Ukrainu og á Gaza. Brjálæði sem hefur gengið á í meira en ár. Of lítið hefur verið gert til að stöðva það í alvöru. Að vitna slíkt setur þau verðgildi yfirvalda trúarbragða og stjórnvalda um dýrmæti mannlífa í spurninga-hólfið? Af hverju er ekkert gert til að hindra eða stoppa slíkt. Þau viðhorf verða svo enn hræsnisfyllri, þegar þjóðarleiðtogar vilja líka ráða yfir líkömum kvenna og sjá þær sem búdýr til undaneldis. Sem virðist vera til að hafa fleiri mannverur til að drepa. En vilja ekki leyfa getnaðarvarnir né þungunarrof. Svo sjáum við Trump vera í fínu lagi með að menn nauðgi konum og gefur þeim stöðu í sínu nýja ráðuneyti. En einn þeirra hætti þó við að taka stöðuna. Það er því snúið og maður spyr sig hvort það séu einhver alvöru verðgildi í heiminum sem allir geti verið sammála um og lifað frá og standi við það. Egóin í þeim sem hafa mjög litla alvöru visku eða mannúð. En þeim mun meiri hugmyndir um að ráðstafa skattpeningum þjóðar sinnar í vasa fárra vina, er það sem er eitt af stóru vandræðunum í heiminum. Svo hafa verið allskonar brenglanir um verðgildi af hálfu trúarstofnana. Brenglanir sem hafa ekki haft þá útkomu sem Goðsagnar formúlur þeirra töldu að ættu að virka. Þeir virtust telja að mannverur væru staðlaðar eins og þau sáu kvenkyn vera eða eiga að vera. Allar konur í augum þeirra virtust vera eins, og ættu að vera undirgefnar og hlýðnar. Þeir neituðu að skilja að kvenkyn eru einstaklingar sem hafa sinn mismunandi tilgang fyrir líf sitt, og eiga rétt á að uppgötva hann í sínum eigin tíma og rúmi. Það var af því hvernig þau sáu kynin, getnaðarfærakerfin og getnað sem tafl en vildu ekki fræða um virkni þeirra. Jafnvel um miðja síðustu öld, notuðu þeir völd sín sem vopn til að neita unga fólkinu um að læra hvernig börnin yrðu til. En settu þau svo í hræðileg mál sem höfðu hlýtt kröfu kynhvatar og sál hafði sest að þar. Þá var það ekki séð né lifað sem Guðsgjöf heldur fyrir marga að upplifa líf sín sett á skjön. Greinar á blöðum í dag eru að sýna afleiðingar slíks í hinum ýmsu útgáfum sem samt eru ekki greinileg í augum og hugum allra. En fræðingar sem skilja afleiðingar andlegs ofbeldis, og þær ótal leiðir misnotkunar hafa það á hreinu. Það sem ég lærði af lífi mínu á Íslandi, var að ef foreldrar höfðu lent í ofstjórn presta. Þá voru þau ófær um að vera einlæg um eigið sjálf og tilfinningar við börn sín og aðra, en þau sem höfðu valið að vera saman, og vildu fá börnin áður en þau komu höfðu sambönd í hollu flæði og tengingar sem entust. Hvernig foreldri sem ég væri séð, sem var að fyrir hálfri öld gat gift kona ákveðið að vera heima og sinna börnum sínum. Þar sem ein laun dugðu fyrir nauðsynjum. Og ég gat verið heima með þeim og sinnt þeim, og örvað heilabú þeirra eitthvað, sem engin fræðsla var þó um á Íslandi þá. Nú hafa hugmyndir hægri stjórnmálaliða endað þá möguleika í mörgum löndum heims með annarskonar sýn á hvernig eigi að ráðstafa og nýta skattpeninga þjóða. Sem þá væri skýringin á alla vega hluta af hugrænni vansælu ungu kynslóðarinnar. Ég ólst upp við að heyra presta segja eitt og annað, en aldrei fræddu þeir um mikilvægi þess að við mannverur lærðum almennilega um það hver við værum. Það voru aðrir aðilar sem komu upp með þau fræði. ég hafði heilt hlaðborð af tækifærum í formi námskeiða, bóka og allskonar tarna eftir að koma til Ástralíu. Svo eru það tíu daga hugleiðslutarnir. Leiðir til að endurstilla heilabúin fyrir betri útkomu í lífinu Ég fór í eina slíka sem var í tíu daga árið 2004. Þar lærði ég að fræðin voru blanda af tækni í hugleiðslu, en um leið líka kenningum frá þeim fornu viðhorfum að halda mannverum sem hópsálum. Þau sem settu það upp hér voru að nota viðhorf frá leiðtoga í Indlandi síðan fyrir um hundrað árum. Sá einstaklingur vildi halda fólki í Indlandi sem hópsálum án „einstaklings uppgötvunar. Ég var ekki þar til að taka við þeirri kenningu. Bara til að hugleiða. Seta í svo marga klukkutíma á dag í tíu daga með athyglina á þriðja auganu og á efri vör, gerir eitthvað í heilabúi manns. Mri skön á Búddha munkum staðfestir að það endurraðar heilanum til betri stöðu. En hjátrúin sem var í gangi hjá þessu liði, var til dæmis sú: Að við konur máttum ekki sitja á stól, sem karlkyn hafði setið á, þegar við töluðum við kennarann. Það var séð sem hættulegt! Smitandi!. Og kynin voru aðskilin í salnum sem við vorum í. Nema í upphafi þegar við komum, og svo að lokum áður en við fórum heim. Svo mátti ekki vera með alvöru steina sem er þó séð af Búddhisma og Ný aldar skilningi sem veita eitthvað sem er þó ekki sýnilegt. En einstaklingar skynja mismun í orku mismunandi steina. Og mikið af þeim eru í heilunar herbergi mínu. Við máttum ekki tala, nema við kennarann þegar það gerðist. Og svo við konuna sem var með umsjónina yfir törninni. Hún hafði líka mjög sérkennilega trú um svo margt. Ég mátti til dæmis ekki tala sjálf við manninn minn í síma þegar törninni var lokið. Hún sá sig eiga að sjá um það, sem var snúið að skilja tilganginn í. Hvaða verðgildi áttu það að vera? Hvernig getur mannkyn bætt ástandið Svo hvað og hvernig eigum við að setja verðgildin sem við getum látið allt heila kerfið og þjóðir lifa. Á mannkyn að sjá það sem í lagi að Egóistar ráðist inn í lönd annarra drepi alla og eyðileggi allar byggingar. Hvernig passar það við þá kenningu að æðri öfl þarna úti séu að sjá um ást og frið, þegar það er ekki satt. Hvernig endursetjum við hvað verðgildi mannkyns skuli verða um í framtíðinni það með allri þeirri fjölbreytni sem er föl. Og öllum þeim einstaklingum sem þurfa að uppfylla tilgang sinn og ástæðu fyrir að fæðast hér á jörðu og vonandi ekki til að drepa til að ná markmiðinu. Væri kannski gagnlegt að allir gengu í gegn um tíu daga hugleiðslutarnir á hverju ári eða með einhverju reglulega millibili, sem hluta af bæði skólakerfi og vinnustöðum? Eða sem heimaverkefni. Þá meina ég ekki frá þeim hjá-trúar atriðum sem ég hef nefnt, heldur öðrum sem myndu stilla heilabúin eins og almennur Buddhismi kennir í dag. Það eru ekki allir með þá hjátrú sem var í gangi í þessu tilfelli. Hugleiðsla þá að vera stuðningur fyrir mannverur til að læra að vera í gagnlegum tjáskipta samböndum og friði. Svo óska ég Arnari Þór alls góðs í að skapa skærari friðar hljóma fyrir framtíð landsins og heims.... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Er að verða enn flóknara í heimi með svo mikið meira af öllu um tækifæri, en hafði verið um aldir. Grein Arnars Þórs Jónssonar: Rödd Friðar þarf að hljóma skærar, er svo sönn. Það þarf að finna leiðir til að svo verði í öllum þessum darraðardansi efnishyggju og stöðugildis snobb og áherslu, sem hefur afvegaleitt svo margt í hugum of margra. Ég var ung þegar Kennedy kom út til að verða forseti Bandaríkjanna. Og ég upplifði það og skynjaði þannig að hann væri sá sem myndi lyfta hinu þunga skýi í andrúmsloftinu, sem ég upplifði vera yfir heiminum á þeim tímum. Ef mannslíf á að vera séð sem það dýrmætasta á jörðu? Þá virðist það vera hin mesta lygi eins og við sjáum í dag í tveim stríðum eftir svo mörg önnur þar sem ótal mannverur voru og eru drepnar á forsendum Egóa geðveikra einstaklinga. Mannvera sem náðu og ná enn að fá þær stöður og völd sem létu og láta þá réttlæta það fyrir sjálfum sér að dreifa Egói sínu út í græðgi til að stela landi annarra þjóða, drepa og eyðileggja. Það að sjá núna að það sé rætt: Eins og eðlileg viðskipti „Business as usual“ að Pútin hafi rétt á slíku og Hamas og leiðtogi Ísraels Netanahju í miðausturlöndum. Og enginn stigið inn til að stöðva útrýminguna og eyðileggingarnar í Ukrainu og á Gaza. Brjálæði sem hefur gengið á í meira en ár. Of lítið hefur verið gert til að stöðva það í alvöru. Að vitna slíkt setur þau verðgildi yfirvalda trúarbragða og stjórnvalda um dýrmæti mannlífa í spurninga-hólfið? Af hverju er ekkert gert til að hindra eða stoppa slíkt. Þau viðhorf verða svo enn hræsnisfyllri, þegar þjóðarleiðtogar vilja líka ráða yfir líkömum kvenna og sjá þær sem búdýr til undaneldis. Sem virðist vera til að hafa fleiri mannverur til að drepa. En vilja ekki leyfa getnaðarvarnir né þungunarrof. Svo sjáum við Trump vera í fínu lagi með að menn nauðgi konum og gefur þeim stöðu í sínu nýja ráðuneyti. En einn þeirra hætti þó við að taka stöðuna. Það er því snúið og maður spyr sig hvort það séu einhver alvöru verðgildi í heiminum sem allir geti verið sammála um og lifað frá og standi við það. Egóin í þeim sem hafa mjög litla alvöru visku eða mannúð. En þeim mun meiri hugmyndir um að ráðstafa skattpeningum þjóðar sinnar í vasa fárra vina, er það sem er eitt af stóru vandræðunum í heiminum. Svo hafa verið allskonar brenglanir um verðgildi af hálfu trúarstofnana. Brenglanir sem hafa ekki haft þá útkomu sem Goðsagnar formúlur þeirra töldu að ættu að virka. Þeir virtust telja að mannverur væru staðlaðar eins og þau sáu kvenkyn vera eða eiga að vera. Allar konur í augum þeirra virtust vera eins, og ættu að vera undirgefnar og hlýðnar. Þeir neituðu að skilja að kvenkyn eru einstaklingar sem hafa sinn mismunandi tilgang fyrir líf sitt, og eiga rétt á að uppgötva hann í sínum eigin tíma og rúmi. Það var af því hvernig þau sáu kynin, getnaðarfærakerfin og getnað sem tafl en vildu ekki fræða um virkni þeirra. Jafnvel um miðja síðustu öld, notuðu þeir völd sín sem vopn til að neita unga fólkinu um að læra hvernig börnin yrðu til. En settu þau svo í hræðileg mál sem höfðu hlýtt kröfu kynhvatar og sál hafði sest að þar. Þá var það ekki séð né lifað sem Guðsgjöf heldur fyrir marga að upplifa líf sín sett á skjön. Greinar á blöðum í dag eru að sýna afleiðingar slíks í hinum ýmsu útgáfum sem samt eru ekki greinileg í augum og hugum allra. En fræðingar sem skilja afleiðingar andlegs ofbeldis, og þær ótal leiðir misnotkunar hafa það á hreinu. Það sem ég lærði af lífi mínu á Íslandi, var að ef foreldrar höfðu lent í ofstjórn presta. Þá voru þau ófær um að vera einlæg um eigið sjálf og tilfinningar við börn sín og aðra, en þau sem höfðu valið að vera saman, og vildu fá börnin áður en þau komu höfðu sambönd í hollu flæði og tengingar sem entust. Hvernig foreldri sem ég væri séð, sem var að fyrir hálfri öld gat gift kona ákveðið að vera heima og sinna börnum sínum. Þar sem ein laun dugðu fyrir nauðsynjum. Og ég gat verið heima með þeim og sinnt þeim, og örvað heilabú þeirra eitthvað, sem engin fræðsla var þó um á Íslandi þá. Nú hafa hugmyndir hægri stjórnmálaliða endað þá möguleika í mörgum löndum heims með annarskonar sýn á hvernig eigi að ráðstafa og nýta skattpeninga þjóða. Sem þá væri skýringin á alla vega hluta af hugrænni vansælu ungu kynslóðarinnar. Ég ólst upp við að heyra presta segja eitt og annað, en aldrei fræddu þeir um mikilvægi þess að við mannverur lærðum almennilega um það hver við værum. Það voru aðrir aðilar sem komu upp með þau fræði. ég hafði heilt hlaðborð af tækifærum í formi námskeiða, bóka og allskonar tarna eftir að koma til Ástralíu. Svo eru það tíu daga hugleiðslutarnir. Leiðir til að endurstilla heilabúin fyrir betri útkomu í lífinu Ég fór í eina slíka sem var í tíu daga árið 2004. Þar lærði ég að fræðin voru blanda af tækni í hugleiðslu, en um leið líka kenningum frá þeim fornu viðhorfum að halda mannverum sem hópsálum. Þau sem settu það upp hér voru að nota viðhorf frá leiðtoga í Indlandi síðan fyrir um hundrað árum. Sá einstaklingur vildi halda fólki í Indlandi sem hópsálum án „einstaklings uppgötvunar. Ég var ekki þar til að taka við þeirri kenningu. Bara til að hugleiða. Seta í svo marga klukkutíma á dag í tíu daga með athyglina á þriðja auganu og á efri vör, gerir eitthvað í heilabúi manns. Mri skön á Búddha munkum staðfestir að það endurraðar heilanum til betri stöðu. En hjátrúin sem var í gangi hjá þessu liði, var til dæmis sú: Að við konur máttum ekki sitja á stól, sem karlkyn hafði setið á, þegar við töluðum við kennarann. Það var séð sem hættulegt! Smitandi!. Og kynin voru aðskilin í salnum sem við vorum í. Nema í upphafi þegar við komum, og svo að lokum áður en við fórum heim. Svo mátti ekki vera með alvöru steina sem er þó séð af Búddhisma og Ný aldar skilningi sem veita eitthvað sem er þó ekki sýnilegt. En einstaklingar skynja mismun í orku mismunandi steina. Og mikið af þeim eru í heilunar herbergi mínu. Við máttum ekki tala, nema við kennarann þegar það gerðist. Og svo við konuna sem var með umsjónina yfir törninni. Hún hafði líka mjög sérkennilega trú um svo margt. Ég mátti til dæmis ekki tala sjálf við manninn minn í síma þegar törninni var lokið. Hún sá sig eiga að sjá um það, sem var snúið að skilja tilganginn í. Hvaða verðgildi áttu það að vera? Hvernig getur mannkyn bætt ástandið Svo hvað og hvernig eigum við að setja verðgildin sem við getum látið allt heila kerfið og þjóðir lifa. Á mannkyn að sjá það sem í lagi að Egóistar ráðist inn í lönd annarra drepi alla og eyðileggi allar byggingar. Hvernig passar það við þá kenningu að æðri öfl þarna úti séu að sjá um ást og frið, þegar það er ekki satt. Hvernig endursetjum við hvað verðgildi mannkyns skuli verða um í framtíðinni það með allri þeirri fjölbreytni sem er föl. Og öllum þeim einstaklingum sem þurfa að uppfylla tilgang sinn og ástæðu fyrir að fæðast hér á jörðu og vonandi ekki til að drepa til að ná markmiðinu. Væri kannski gagnlegt að allir gengu í gegn um tíu daga hugleiðslutarnir á hverju ári eða með einhverju reglulega millibili, sem hluta af bæði skólakerfi og vinnustöðum? Eða sem heimaverkefni. Þá meina ég ekki frá þeim hjá-trúar atriðum sem ég hef nefnt, heldur öðrum sem myndu stilla heilabúin eins og almennur Buddhismi kennir í dag. Það eru ekki allir með þá hjátrú sem var í gangi í þessu tilfelli. Hugleiðsla þá að vera stuðningur fyrir mannverur til að læra að vera í gagnlegum tjáskipta samböndum og friði. Svo óska ég Arnari Þór alls góðs í að skapa skærari friðar hljóma fyrir framtíð landsins og heims.... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun