Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Vésteinn Örn Pétursson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. nóvember 2024 19:36 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum. Vísir/Sigurjón Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Samningsaðilar hafa ekki fundað formlega í að verða tvær vikur núna. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði þó fyrr í dag að það væri ofsögum sagt að menn væru ekki að tala saman. Fyrirsvarsmenn deiluaðila séu að hittast og ræða málin en það sem sé aðallega rætt sé hvernig eigi að koma viðræðum í einhvern farveg. Með öðrum orðum þá er verið að tala um hvað eigi síðan að tala um þegar menn hittast og setjast formlega niður en það verður næst gert fyrir hádegi á morgun. Eins og fram hefur komið eru starfsmenn þriggja grunnskóla, eins framhaldsskóla og eins tónlistarskóla í verkfalli ásamt fjórum leikskólum sem eru í ótímabundnu verkfalli. Svo bætist MR við á mánudaginn. Viku síðar bætast við þrír grunnskólar, einn í Garðabæ, einn í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ. Eitt sem hefur verið til umræðu í kjaradeilunni er samkomulag frá árinu 2016, um að laun milli almenns og opinbers markaðar verði jöfnuð. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, segir umræðuna nokkuð snúna. „Þetta er mjög flókið úrlausnarefni að ætla að fara að jafna kjör á milli vinnumarkaða, sem er þetta ákvæði frá 2016. Það hafa verið skrifaðar skýrslur um hvernig eigi að gera þetta. En það gleymist stundum að launasetning þessara tveggja vinnumarkaða er mjög ólík. Starfmsenn ríkis og sveitarfélaga eru nánast allir á töxtum, en hinn almenni vinnumarkaður, því oft er verið að bera kennara saman við háskólamenntaða sérfræðinga, en þeir fá greidd laun eftir markaðsaðstæðum, þar sem framboð og eftirspurn ræður málum,“ segir Gylfi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að frá árinu 2016 hafi mörg skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Rangt sé hjá Kennarasambandinu að halda öðru fram. „Ég get nú ekki lagt mat á það hvernig efndir hafa verið, en það var búið að leggja fram einhverskonar markmiðasetningu, hvernig menn ætla að jafna laun á milli vinnumarkaða. Það er bara búið að taka allt of langan tíma.“ Kennaraverkföll hafi almennt verið langvinn, og skiplag verkfallanna nú sé nýtt af nálinni á opinberum markaði. Þá bitni verkföll ekki á fyrirtækjaeigendum líkt og á almenna markaðnum, heldur notendum þjónustunnar, það er að segja nemendum skólanna og í sumum tilfellum foreldrum. Yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. „Það er kannski erfitt að sjá það hvernig þessi strategía, ef við orðum það þannig, verkfall kennara, muni bera árangur. Það er flókið og erfitt að segja til um það.“ Finnst þér þetta góð leið til að ná fram kröfum, þessi tegund af verkföllum? „Nei.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Samningsaðilar hafa ekki fundað formlega í að verða tvær vikur núna. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði þó fyrr í dag að það væri ofsögum sagt að menn væru ekki að tala saman. Fyrirsvarsmenn deiluaðila séu að hittast og ræða málin en það sem sé aðallega rætt sé hvernig eigi að koma viðræðum í einhvern farveg. Með öðrum orðum þá er verið að tala um hvað eigi síðan að tala um þegar menn hittast og setjast formlega niður en það verður næst gert fyrir hádegi á morgun. Eins og fram hefur komið eru starfsmenn þriggja grunnskóla, eins framhaldsskóla og eins tónlistarskóla í verkfalli ásamt fjórum leikskólum sem eru í ótímabundnu verkfalli. Svo bætist MR við á mánudaginn. Viku síðar bætast við þrír grunnskólar, einn í Garðabæ, einn í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ. Eitt sem hefur verið til umræðu í kjaradeilunni er samkomulag frá árinu 2016, um að laun milli almenns og opinbers markaðar verði jöfnuð. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, segir umræðuna nokkuð snúna. „Þetta er mjög flókið úrlausnarefni að ætla að fara að jafna kjör á milli vinnumarkaða, sem er þetta ákvæði frá 2016. Það hafa verið skrifaðar skýrslur um hvernig eigi að gera þetta. En það gleymist stundum að launasetning þessara tveggja vinnumarkaða er mjög ólík. Starfmsenn ríkis og sveitarfélaga eru nánast allir á töxtum, en hinn almenni vinnumarkaður, því oft er verið að bera kennara saman við háskólamenntaða sérfræðinga, en þeir fá greidd laun eftir markaðsaðstæðum, þar sem framboð og eftirspurn ræður málum,“ segir Gylfi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að frá árinu 2016 hafi mörg skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Rangt sé hjá Kennarasambandinu að halda öðru fram. „Ég get nú ekki lagt mat á það hvernig efndir hafa verið, en það var búið að leggja fram einhverskonar markmiðasetningu, hvernig menn ætla að jafna laun á milli vinnumarkaða. Það er bara búið að taka allt of langan tíma.“ Kennaraverkföll hafi almennt verið langvinn, og skiplag verkfallanna nú sé nýtt af nálinni á opinberum markaði. Þá bitni verkföll ekki á fyrirtækjaeigendum líkt og á almenna markaðnum, heldur notendum þjónustunnar, það er að segja nemendum skólanna og í sumum tilfellum foreldrum. Yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. „Það er kannski erfitt að sjá það hvernig þessi strategía, ef við orðum það þannig, verkfall kennara, muni bera árangur. Það er flókið og erfitt að segja til um það.“ Finnst þér þetta góð leið til að ná fram kröfum, þessi tegund af verkföllum? „Nei.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00