„Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 14:32 Valur varð Íslandsmeistari með talsverðum yfirburðum 2020 en hefur síðan þá ekki verið í baráttu um titilinn. vísir/anton Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp. Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar með 44 stig, átján stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks. Valsmenn fengu ellefu stigum minna en tímabilið 2023 þegar þeir lentu í 2. sæti. Baldur segir að Valur gæti þurft að sýna þolinmæði í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan 2020. „Þetta sýnir okkur að grunnurinn er alltaf sterkari en kaupstefnan. Að reyna að búa til sigurlið fyrir mót þegar þú ert ekki með grunninn sem Víkingur og Breiðablik hafa byggt upp síðustu 3-4 ár,“ sagði Baldur í Besta sætinu. „Það er það sem Valur þarf að gera núna. Þeir munu ekki geta smíðað sigurlið einn, tveir og þrír með því að kaupa inn dýra leikmenn. Það er ekki þannig.“ Bilið rosalega breitt Í byrjun ágúst var Arnari Grétarssyni sagt upp sem þjálfara Vals og við tók Srdjan Tufegdzic. Valsmenn unnu aðeins fjóra af tólf deildarleikjum undir stjórn Túfa. „Þeir ætla að treysta á Túfa. Hvað gerir hann með liðið í vetur? Í hvaða átt fer hann með liðið? Breytist eitthvað frá því sem við sáum undir lok móts? Það er búið að tala um þennan Túfabolta. Ætla þeir að breyta eitthvað út af því?“ sagði Baldur. „Það eru spennandi tímar framundan en mjög ærið verkefni fyrir Val því þeir eru svo rosalega langt á eftir Víkingi og Breiðabliki. Það kemur ekkert á óvart í ljósi þess hvað þarf til að velta þeim úr sessi. Þau eru svo langt, langt á undan öðrum liðum í dag.“ Túfa þarf trú Hingað til hefur Túfa verið kenndur við vel skipulagðan varnarleik en þrátt fyrir það hélt Valur aldrei hreinu eftir að hann tók við. „Við erum ekki að tala eitthvað niðrandi um Túfa sem þjálfara. Hann er góður þjálfari og væri ekki kominn í Val nema hann væri góður þjálfari. Hann er góður að „drilla“ lið og það fer mikil vinna í þetta, langar æfingar, og hann vill að liðið sitt sé í góðum takti og hafi skilning á sínum hlutverkum, fyrst og fremst í varnarleiknum,“ sagði Baldur. „En leikmennirnir þurfa líka að vilja gera það. Þú getur verið með gott upplegg en þú þarft að fá menn til að trúa á það sem þú ert að gera. Það er helsta verkefni hvers þjálfara og helsta verkefni Túfa er að fá leikmenn til að kaupa það sem hann ætlar að láta þá gera. Ef það tekst munu þeir ná árangri því gæðin eru svo sannarlega til staðar.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar með 44 stig, átján stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks. Valsmenn fengu ellefu stigum minna en tímabilið 2023 þegar þeir lentu í 2. sæti. Baldur segir að Valur gæti þurft að sýna þolinmæði í leit sinni að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum síðan 2020. „Þetta sýnir okkur að grunnurinn er alltaf sterkari en kaupstefnan. Að reyna að búa til sigurlið fyrir mót þegar þú ert ekki með grunninn sem Víkingur og Breiðablik hafa byggt upp síðustu 3-4 ár,“ sagði Baldur í Besta sætinu. „Það er það sem Valur þarf að gera núna. Þeir munu ekki geta smíðað sigurlið einn, tveir og þrír með því að kaupa inn dýra leikmenn. Það er ekki þannig.“ Bilið rosalega breitt Í byrjun ágúst var Arnari Grétarssyni sagt upp sem þjálfara Vals og við tók Srdjan Tufegdzic. Valsmenn unnu aðeins fjóra af tólf deildarleikjum undir stjórn Túfa. „Þeir ætla að treysta á Túfa. Hvað gerir hann með liðið í vetur? Í hvaða átt fer hann með liðið? Breytist eitthvað frá því sem við sáum undir lok móts? Það er búið að tala um þennan Túfabolta. Ætla þeir að breyta eitthvað út af því?“ sagði Baldur. „Það eru spennandi tímar framundan en mjög ærið verkefni fyrir Val því þeir eru svo rosalega langt á eftir Víkingi og Breiðabliki. Það kemur ekkert á óvart í ljósi þess hvað þarf til að velta þeim úr sessi. Þau eru svo langt, langt á undan öðrum liðum í dag.“ Túfa þarf trú Hingað til hefur Túfa verið kenndur við vel skipulagðan varnarleik en þrátt fyrir það hélt Valur aldrei hreinu eftir að hann tók við. „Við erum ekki að tala eitthvað niðrandi um Túfa sem þjálfara. Hann er góður þjálfari og væri ekki kominn í Val nema hann væri góður þjálfari. Hann er góður að „drilla“ lið og það fer mikil vinna í þetta, langar æfingar, og hann vill að liðið sitt sé í góðum takti og hafi skilning á sínum hlutverkum, fyrst og fremst í varnarleiknum,“ sagði Baldur. „En leikmennirnir þurfa líka að vilja gera það. Þú getur verið með gott upplegg en þú þarft að fá menn til að trúa á það sem þú ert að gera. Það er helsta verkefni hvers þjálfara og helsta verkefni Túfa er að fá leikmenn til að kaupa það sem hann ætlar að láta þá gera. Ef það tekst munu þeir ná árangri því gæðin eru svo sannarlega til staðar.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Tengdar fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46 Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32 „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30 „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. 6. nóvember 2024 16:46
Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á. 6. nóvember 2024 15:32
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6. nóvember 2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16