Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 15:27 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Arnar Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. „Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
„Vísbendingar eru um aukinn vopnaburð barna og ungmenna,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði, í Bítinu á Bylgjunni. Það kemur í ljós með auknum tilkynningum til lögreglu þar sem ungmenni verða bæði fyrir og beita ofbeldi. Margrét segir yfir 7% barna á aldrinum þrettán til sautján ára á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann borið vopn í þeim tilgangi að verja sig eða ráðast á aðra. Mjög fá enduðu á því að nota vopnið en mörg söguðust hafa notað vopnið til að hóta einhverjum. Langflest sögðust bera vopn til að verja sig. 3,4% barnanna hafa borið vopn á síðustu tólf mánuðum, langflest með hníf. Hafa sjálf orðið fyrir ofbeldi „Stór skýringarþáttur er hvort að þau sjálf hafi orðið fyrir ofbeldi“ segir Margrét. Það sé vel þekkt í afbrotafærðum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir ofbeldi beiti ofbeldi sjálfir. Þriðjungur barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi utan heimilisins hafa borið vopn. Margrét segir að börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og telja það mikilvægt að hefna sín séu mun líklegri til að beita vopnum. „Það er ákveðinn hópur sem telur það mjög mikilvægt að ef það er eitthvað gert á þeirra hlut þá verði þau að hefna sín,“ segir Margrét „til að halda virðingu sinni í hópnum.“ Þá hafa nánast engin börn sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi borið vopn. „Sama fólkið sem verður fyrir ofbeldi heima fyrir er líklegra til að beita skólafélagana sína ofbeldi,“ segir Margrét. Börn og ungmenni sem verði fyrir ofbeldi heima fyrir læra að það séu eðlileg viðbrgöð við ágreiningi. Þurfi önnur viðbrögð Margrét bendir á að þegar börn hafa brotið af sér hefur fólk tilhneigingu til að taka á agabrotum alvarlega. Börnin fái viðbrögð sem eiga að vekja hjá þeim ótta. Hins vegar sé það ef til vill ekki rétta lausnin. „Þau eru hrædd, þau hafa orðið ofbeldi sjálf,“ segir Margrét. Hún bendir á að börnin og ungmenni þurfi frekar stuðning en refsandi viðbrögð. Margrét fjallaði um rannsókn sína á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vopnaburður barna og ungmenna Vísindi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira