Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 11:23 Rauðleit málningin sem var skvett á finnska þinghúsið í Helsinki í morgun átti ef til vill að minna á mórautt vatn. Vísir/EPA Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA
Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira