Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 22:10 Luigi Mangione öskraði á leið í dómsal, en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað hann sagði. Getty Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Samkvæmt BBC heyrðist ekki vel hvað Mangione kallaði, en hann á þó að hafa sagt: „[…] er skammarlegt fyrir vitsmuni Bandaríkjamanna“ Þegar hann var leiddur úr dómshúsinu var hann þögull. Mangione er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. Mangione var leiddur fyrir dóm þar sem krafa ákæruvaldsins um að framselja hann frá Pennsylvaníu til New York-ríkis var tekin fyrir. Verjandi hans, sem var skipaður af dómstólnum, mótmælir þeirri beiðni. Niðurstaða varðandi framsalið liggur ekki fyrir og það gæti tekið marga daga, jafnvel mánuði að fá úr skorið um það. Dómarinn hafnaði því að Mangione myndi fá að ganga laus gegn tryggingu. „Ekki segja eitt einasta orð“ Samkvæmt New York Times sagði Mangione lítið í réttarsalnum. Fram hefur komið að hann er talinn hafa klæðst grímu nánast linnulaust frá því að hann á að hafa framið morðið þangað til að hann var handtekinn. Um er að ræða sóttvarnagrímu. Verjandi Mangione sagði að mögulega hafi hann verið með umrædda grímu vegna ótta við Covid-19. Þá mun Mangione hafa gripið inn í og sagt: „Ég kom með grímuna.“ En þá hafi lögmaðurinn aftur tekið orðið, sussað á hann og sagt: „Nei, nei, Ekki segja eitt einasta orð.“ Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Samkvæmt BBC heyrðist ekki vel hvað Mangione kallaði, en hann á þó að hafa sagt: „[…] er skammarlegt fyrir vitsmuni Bandaríkjamanna“ Þegar hann var leiddur úr dómshúsinu var hann þögull. Mangione er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. Mangione var leiddur fyrir dóm þar sem krafa ákæruvaldsins um að framselja hann frá Pennsylvaníu til New York-ríkis var tekin fyrir. Verjandi hans, sem var skipaður af dómstólnum, mótmælir þeirri beiðni. Niðurstaða varðandi framsalið liggur ekki fyrir og það gæti tekið marga daga, jafnvel mánuði að fá úr skorið um það. Dómarinn hafnaði því að Mangione myndi fá að ganga laus gegn tryggingu. „Ekki segja eitt einasta orð“ Samkvæmt New York Times sagði Mangione lítið í réttarsalnum. Fram hefur komið að hann er talinn hafa klæðst grímu nánast linnulaust frá því að hann á að hafa framið morðið þangað til að hann var handtekinn. Um er að ræða sóttvarnagrímu. Verjandi Mangione sagði að mögulega hafi hann verið með umrædda grímu vegna ótta við Covid-19. Þá mun Mangione hafa gripið inn í og sagt: „Ég kom með grímuna.“ En þá hafi lögmaðurinn aftur tekið orðið, sussað á hann og sagt: „Nei, nei, Ekki segja eitt einasta orð.“
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52