Hvernig komum við böndum á kapitalismann? Reynir Böðvarsson skrifar 11. ágúst 2024 13:00 Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.” Loforðið fólst nánast í spurningunni sem kom fram í byrjun textans. Ég ætla að reyna hér að gera grein fyrir skoðunum mínum hvað varðar þær breytingar á þjóðfélaginu sem ég tel að séu nauðsynlegar til þess að komast úr þeirri úlfakreppu sem Nýfrjálshyggjan hefur skapað okkur. Við erum orðin að þrælum markaðarins í stað þess að nota jákvæðu eiginleika hans í okkar þágu. Við erum ekki lengur ráðandi í eigin húsi, einhver annar hefur tekið yfir húsbóndavaldið og það er ekki eiginkonan eða eiginmaðurinn heldur markaðurinn. Allt er orðið meira og minna markaðsvætt í umhverfi okkar og allt einungis metið í krónum og aurum, orðið hagræðing er sett efst á stall orða en orð eins og gleði, hamingja og gæði er bara talið flumm sem engan veginn eigi heima í þjóðfélagsumræðunni. Það er einnig nokkuð augljóst að lýðræðið er í fjötrum markaðarins, fjölmiðlar gjörsamlega bundnir vilja sérhagsmuna og tekjum frá auglýsingum, öll upplýsingagjöf til almennings er háð þeim leikreglum sem markaðurinn setur. Peningar, eða fjöldi þeirra, er orðið það sem skiptir meira máli en fjöldi atkvæða í kjördæminu. Peningar eru einfaldlega notaðir til áróðurs og jafnvel falsfrétta í þágu peningavaldsins. Allt upplýsingastreymi til almennings fer sem sagt í gegnum skoðunarmyllu fjármagnseigenda, gagnrýn þjóðfélagsumræða og frjáls skoðanamyndun í samfélaginu er því nánast óframkvæmanleg vegna skorts á fjármögnun, þeir sem eiga peninga hafa ekki áhuga á slíku. Augljósasta sönnunin fyrir því að þetta virkar svona eru þeir fjármunir sem kapítalistarnir leggja fram í bullandi taprekstur á fjölmiðlamarkaði og svo einmitt í auglýsingar. Það væri ekki verið að ausa fjármunum á þennan hátt ef það borgaði sig ekki fyrir þá sjálfa. Ég er á þeirri skoðun að það verði að byggja inn fjölmiðlun í sjálft lýðræðið. Sem þýðir að óháð upplýsingastreymi til almennings sé tryggt í lýðræðisferlinu á sama hátt og tryggt er að þú farir einn í kjörklefann. Óheftur aðgangur peningavaldsins að upplýsingamiðlun til almennings er í raun andlýðræðislegt og getur engan veginn farið saman við það sem við köllum raunverulegt lýðræði. Það þarf sem sagt að byggja inn í stofnunarkerfi lýðræðisríkja einhverskonar upplýsingastofnun sem væri varin afskiptum ríkisvaldsins á svipaðan hátt og dómstólar. Óháð stofnun sem viðurkennd er sem grundvallarstólpi lýðræðisins, eins og dómstólar eða skólar. Það gengur ekki lengur að láta auðjöfra vaða um á skítugum skónum um ganga og stofur eins mikilvægasta hluta húss lýðræðisins sem er fjölmiðlun. Kapítalisminn byggir meira og minna á lygi, hver einasta auglýsing sem birt er í sjónvarpi gætir ekki hlutleysis gagnvart svipuðum vörum frá öðrum framleiðendum, auðvitað er verið að framhefja eigin vöru eins og hægt er. Sannleikurinn er ekki málið, raunverulegu gæðin og gagnið ekki heldur, málið er að plata þig til að kaupa vöruna. Það getur vel verið að það hittist svo á að þetta sé besta sambærilega varan á markaðnum en þú sem kaupandi getur aldrei vitað það með vissu. Öll erum við í gegnum fjölmiðla meira og minna undir áreiti þeirra sem vilja okkur eitthvað, selja okkur vöru eða hugmynd, jafnvel lífsviðhorf. Kannski er aðal markaðsvaran sjálfur kapítalisminn. Eitt er alveg ljóst að við erum ekki frjáls í þessu umhverfi og þegar við förum í kjörklefann erum við ekki óháð þeim áróðri sem vald peninganna hefur gefið þeim sem það hafa. Lýðræðið í þeirri mynd sem við sjáum nú á vesturlöndum er að meira eða minna leiti blekking, hefur í raun ekkert með raunverulegt lýðræði að gera. Það sem við búum við er auðræði, veldi hinna ríku. Þegar við lítum í kringum okkur í hinum vestræna heimi þá er útlitið ekki fagurt. Hver furðufuglinn á fætur öðrum kemst til valda í svokölluðum lýðræðisríkjum. Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson og Viktor Orbàn eru fjögur dæmi um leiðtoga sem ættu varla að komast til valda í eðlilegu lýðræðisferli. Við gætum líka nefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hér á Íslandi í þessu samhengi. Það er augljóslega eitthvað bjagað, eitthvað alvarlegt að sjálfu kerfinu þegar svona einstaklingar veljast til æðstu embætta í lýðræðisríkjum. Við vitum hvað það er og við þurfum að taka á því. Til þess að fyrirbyggja óöld og óeirðir á vesturlöndum í framtíðinni þá verður að koma lýðræðinu í lag, koma á alvöru lýðræði þar sem upplýsingamiðlun til almennings er skilgreindur hluti lýðræðisferlisins á svipaðan hátt og leynilegar kosningar. Almenningur kemur ekki til með að sætta sig við til lengdar að þeirra raunveruleiki sé í svona hróplegu misræmi það sem speglað er í fjölmiðlum, ekki bara fjölmiðlum auðmanna heldur líka svo kölluðum óháðum fjölmiðlum þar sem þeir verða meira og minna að spila sömu melódíu og aðrir að öðrum kosti verða undir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningu sem mér láðist þó að svara en hafði kannski lofað, „Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er.” Loforðið fólst nánast í spurningunni sem kom fram í byrjun textans. Ég ætla að reyna hér að gera grein fyrir skoðunum mínum hvað varðar þær breytingar á þjóðfélaginu sem ég tel að séu nauðsynlegar til þess að komast úr þeirri úlfakreppu sem Nýfrjálshyggjan hefur skapað okkur. Við erum orðin að þrælum markaðarins í stað þess að nota jákvæðu eiginleika hans í okkar þágu. Við erum ekki lengur ráðandi í eigin húsi, einhver annar hefur tekið yfir húsbóndavaldið og það er ekki eiginkonan eða eiginmaðurinn heldur markaðurinn. Allt er orðið meira og minna markaðsvætt í umhverfi okkar og allt einungis metið í krónum og aurum, orðið hagræðing er sett efst á stall orða en orð eins og gleði, hamingja og gæði er bara talið flumm sem engan veginn eigi heima í þjóðfélagsumræðunni. Það er einnig nokkuð augljóst að lýðræðið er í fjötrum markaðarins, fjölmiðlar gjörsamlega bundnir vilja sérhagsmuna og tekjum frá auglýsingum, öll upplýsingagjöf til almennings er háð þeim leikreglum sem markaðurinn setur. Peningar, eða fjöldi þeirra, er orðið það sem skiptir meira máli en fjöldi atkvæða í kjördæminu. Peningar eru einfaldlega notaðir til áróðurs og jafnvel falsfrétta í þágu peningavaldsins. Allt upplýsingastreymi til almennings fer sem sagt í gegnum skoðunarmyllu fjármagnseigenda, gagnrýn þjóðfélagsumræða og frjáls skoðanamyndun í samfélaginu er því nánast óframkvæmanleg vegna skorts á fjármögnun, þeir sem eiga peninga hafa ekki áhuga á slíku. Augljósasta sönnunin fyrir því að þetta virkar svona eru þeir fjármunir sem kapítalistarnir leggja fram í bullandi taprekstur á fjölmiðlamarkaði og svo einmitt í auglýsingar. Það væri ekki verið að ausa fjármunum á þennan hátt ef það borgaði sig ekki fyrir þá sjálfa. Ég er á þeirri skoðun að það verði að byggja inn fjölmiðlun í sjálft lýðræðið. Sem þýðir að óháð upplýsingastreymi til almennings sé tryggt í lýðræðisferlinu á sama hátt og tryggt er að þú farir einn í kjörklefann. Óheftur aðgangur peningavaldsins að upplýsingamiðlun til almennings er í raun andlýðræðislegt og getur engan veginn farið saman við það sem við köllum raunverulegt lýðræði. Það þarf sem sagt að byggja inn í stofnunarkerfi lýðræðisríkja einhverskonar upplýsingastofnun sem væri varin afskiptum ríkisvaldsins á svipaðan hátt og dómstólar. Óháð stofnun sem viðurkennd er sem grundvallarstólpi lýðræðisins, eins og dómstólar eða skólar. Það gengur ekki lengur að láta auðjöfra vaða um á skítugum skónum um ganga og stofur eins mikilvægasta hluta húss lýðræðisins sem er fjölmiðlun. Kapítalisminn byggir meira og minna á lygi, hver einasta auglýsing sem birt er í sjónvarpi gætir ekki hlutleysis gagnvart svipuðum vörum frá öðrum framleiðendum, auðvitað er verið að framhefja eigin vöru eins og hægt er. Sannleikurinn er ekki málið, raunverulegu gæðin og gagnið ekki heldur, málið er að plata þig til að kaupa vöruna. Það getur vel verið að það hittist svo á að þetta sé besta sambærilega varan á markaðnum en þú sem kaupandi getur aldrei vitað það með vissu. Öll erum við í gegnum fjölmiðla meira og minna undir áreiti þeirra sem vilja okkur eitthvað, selja okkur vöru eða hugmynd, jafnvel lífsviðhorf. Kannski er aðal markaðsvaran sjálfur kapítalisminn. Eitt er alveg ljóst að við erum ekki frjáls í þessu umhverfi og þegar við förum í kjörklefann erum við ekki óháð þeim áróðri sem vald peninganna hefur gefið þeim sem það hafa. Lýðræðið í þeirri mynd sem við sjáum nú á vesturlöndum er að meira eða minna leiti blekking, hefur í raun ekkert með raunverulegt lýðræði að gera. Það sem við búum við er auðræði, veldi hinna ríku. Þegar við lítum í kringum okkur í hinum vestræna heimi þá er útlitið ekki fagurt. Hver furðufuglinn á fætur öðrum kemst til valda í svokölluðum lýðræðisríkjum. Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson og Viktor Orbàn eru fjögur dæmi um leiðtoga sem ættu varla að komast til valda í eðlilegu lýðræðisferli. Við gætum líka nefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hér á Íslandi í þessu samhengi. Það er augljóslega eitthvað bjagað, eitthvað alvarlegt að sjálfu kerfinu þegar svona einstaklingar veljast til æðstu embætta í lýðræðisríkjum. Við vitum hvað það er og við þurfum að taka á því. Til þess að fyrirbyggja óöld og óeirðir á vesturlöndum í framtíðinni þá verður að koma lýðræðinu í lag, koma á alvöru lýðræði þar sem upplýsingamiðlun til almennings er skilgreindur hluti lýðræðisferlisins á svipaðan hátt og leynilegar kosningar. Almenningur kemur ekki til með að sætta sig við til lengdar að þeirra raunveruleiki sé í svona hróplegu misræmi það sem speglað er í fjölmiðlum, ekki bara fjölmiðlum auðmanna heldur líka svo kölluðum óháðum fjölmiðlum þar sem þeir verða meira og minna að spila sömu melódíu og aðrir að öðrum kosti verða undir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun