Hamilton skýtur á Verstappen: Verður að haga sér eins og heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 12:00 Max Verstappen og Lewis Hamilton hafa unnið sjö síðustu heimsmeistaratitla og allt lítur út fyrir að Verstappen vinni fjórða árið í röð í haust. EPA-EFE/SHAWN THEW Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton skaut fast á núverandi heimsmeistara eftir ungverska formúlu 1 kappaksturinn um síðustu helgi. Hamilton var í viðtali fyrir belgíska kappaksturinn sem er á dagskrá um þessa helgi. Hann var spurður út ungverska kappaksturinn þar sem Max Verstappen keyrði á Hamilton. Verstappen var mjög ósáttur með taktíkina hjá sínu liði og lenti seinna í árekstri við bíl Hamilton. Þú ert hluti af liði „Þú verður að muna eftir því að þú ert hluti af liði. Það er fullt af fólki að vinna í kringum þig og þú verður að haga þér eins og heimsmeistari,“ sagði Lewis Hamilton en Sky Sports segir frá. Þegar Hamilton var spurður út í það hvernig menn haga sér eins og heimsmeistarar þá svaraði Bretinn: „Það er góð spurning. Það er alla vega ljóst að hann [Verstappen] gerði það ekki um síðustu helgi,“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton og Max Verstappen eru ekki miklir vinir.EPA-EFE/ANDRES MARTINEZ CASARES Verstappen sjálfur varði sína hegðun. „Fólki líkar ekki við hvernig ég tala, segja að ég hlusti ekki eða lækki ekki í mér. Ég er á eftir árangri og hef sannað það. Ég vil nýta öll tækifæri. Fólki finnst að ég eigi ekki að vera svona hávær en þau verða bara eiga það við sig sjálf,“ sagði Max Verstappen. Allir hreinskilnir hjá Red Bull Hann sagði líka að allir væru hreinskilnir innan Red Bull liðsins og þar megi allir segja sínar skoðanir. „Við gagnrýnum hvern annan og það hefur gengið vel. Ég býst ekki við að það breytist,“ sagði Verstappen. Hamilton vann heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 sjö sinnum þar af fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Verstappen hefur orðið heimsmeistari undanfarin þrjú ár og er á góðri leið með að vinna þann fjórða í röð. 76 stiga forysta Hollenski formúlukappinn er með 76 stiga forskot í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endaði í fimmta sæti í tveimur af síðustu þremur keppnum. Hann vann sjö af fyrstu tíu keppnum ársins og náði yfirburðarforystu. Verstappen er með 265 stig en næstur kemur með 189 stig. Hamilton er í fimma sætinu með 125 stig en hefur verið allur að koma til. Hamilton komst á pall í Ungverjalandi sem var í þriðja sinn í síðustu fjórum keppnum sem hann nær því. Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton var í viðtali fyrir belgíska kappaksturinn sem er á dagskrá um þessa helgi. Hann var spurður út ungverska kappaksturinn þar sem Max Verstappen keyrði á Hamilton. Verstappen var mjög ósáttur með taktíkina hjá sínu liði og lenti seinna í árekstri við bíl Hamilton. Þú ert hluti af liði „Þú verður að muna eftir því að þú ert hluti af liði. Það er fullt af fólki að vinna í kringum þig og þú verður að haga þér eins og heimsmeistari,“ sagði Lewis Hamilton en Sky Sports segir frá. Þegar Hamilton var spurður út í það hvernig menn haga sér eins og heimsmeistarar þá svaraði Bretinn: „Það er góð spurning. Það er alla vega ljóst að hann [Verstappen] gerði það ekki um síðustu helgi,“ sagði Hamilton. Lewis Hamilton og Max Verstappen eru ekki miklir vinir.EPA-EFE/ANDRES MARTINEZ CASARES Verstappen sjálfur varði sína hegðun. „Fólki líkar ekki við hvernig ég tala, segja að ég hlusti ekki eða lækki ekki í mér. Ég er á eftir árangri og hef sannað það. Ég vil nýta öll tækifæri. Fólki finnst að ég eigi ekki að vera svona hávær en þau verða bara eiga það við sig sjálf,“ sagði Max Verstappen. Allir hreinskilnir hjá Red Bull Hann sagði líka að allir væru hreinskilnir innan Red Bull liðsins og þar megi allir segja sínar skoðanir. „Við gagnrýnum hvern annan og það hefur gengið vel. Ég býst ekki við að það breytist,“ sagði Verstappen. Hamilton vann heimsmeistaratitilinn í formúlu 1 sjö sinnum þar af fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Verstappen hefur orðið heimsmeistari undanfarin þrjú ár og er á góðri leið með að vinna þann fjórða í röð. 76 stiga forysta Hollenski formúlukappinn er með 76 stiga forskot í keppni ökumanna þrátt fyrir að hafa endaði í fimmta sæti í tveimur af síðustu þremur keppnum. Hann vann sjö af fyrstu tíu keppnum ársins og náði yfirburðarforystu. Verstappen er með 265 stig en næstur kemur með 189 stig. Hamilton er í fimma sætinu með 125 stig en hefur verið allur að koma til. Hamilton komst á pall í Ungverjalandi sem var í þriðja sinn í síðustu fjórum keppnum sem hann nær því.
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira