Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. maí 2024 17:06 Kári Stefánsson segir að Íslensk Erfðagreining hafi starfað í umboði sóttvarnarlæknis og segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi rifjaði nýverið upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Helga að það hefði verið áfall, þegar hún sá að „forsætisráðherra í manns eigin landi hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína.“ Kári Stef tók til varna og sagði Helgu fara með rangt mál. Sjá: Segir Helgu fara með rangt mál Helga sagði svo í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði brugðist hlutverki sínu þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Kári birti pistil síðdegis í dag þar sem hann sagði að samkvæmt sóttvarnarlögum væri það sóttvarnarlæknir sem ákveði til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisi, og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi sé það sóttvarnarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarði hvað teljist sóttvarnarráðstöfun, og að sóttvarnarlögin trompi persónuverndarlögin þegar ákvæði þeirra rekist á, í miðri farsótt. Héraðsdómur dæmdi Erfðagreiningu í vil Kári skrifar einnig um deiluna um það hvort sú vinna sem Íslensk Erfðagreining hafi unnið, hefði verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki sé það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn, þegar skiptar skoðanir séu á því. Þess vegna hafi ákvörðun Persónuverndar verið kærð, enda hafi héraðsdómur dæmt erfðagreiningu í vil. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hefði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til, og Katrín hafi því verið ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni, og þar af leiðandi Íslenska erfðagreiningu, hafi verið sjálfsagður. Ákvörðun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Kári segir í samtali við fréttastofu að málið sé hið undarlegasta. „Við hentum frá okkur öllum verkefnum og fórum að sinna verkefnum sóttvarnarlæknis, og gerðum það á eigin kostnað. Hjálpuðum við að greina alla sem sýktust og svo framvegis, og úr þessu varð heljarinnar vinna. Þetta var allt gert í umboði sóttvarnarlæknis og samkvæmt lögum er það sóttvarnarlæknir sem á að skipuleggja sóttvarnir þegar faraldur gengur yfir.“ Einhvers staðar á leiðinni hafi Persónuvernd komist að því að ÍE væri að vinna vísindarannsókn í heimildaleysi. Persónuvernd hafi ákvarðað, að ÍE hefði brotið lög. „Ég hótaði ekki Helgu að fara í mál við Persónuvernd, ég sagði að við myndum vísa þessari einu ákvörðun til dómstóla, sem við og gerðum, og héraðsdómur er þegar búinn að kveða upp þann dóm, að ákvörðun Persónuverndar væri ekki í samræmi við lög,“ segir Kári. Svo hafi Helga komist að þeirri niðurstöðu að Katrín hefði brugðist skyldum sínum með því að styðja ekki Persónuvernd. Kári segir að sóttvarnarlæknir hafi auðvitað verið að vinna í umboði ríkisstjórnarinnar, í samræmi við lög. Þegar Katrín standi frammi fyrir því annars vegar að styðja Persónuvernd og hins vegar sóttvarnarlækni, þá skilji Kári vel að hún hafi tekið þá ákvörðun að styðja sóttvarnarlækni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi rifjaði nýverið upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Helga að það hefði verið áfall, þegar hún sá að „forsætisráðherra í manns eigin landi hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína.“ Kári Stef tók til varna og sagði Helgu fara með rangt mál. Sjá: Segir Helgu fara með rangt mál Helga sagði svo í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði brugðist hlutverki sínu þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Kári birti pistil síðdegis í dag þar sem hann sagði að samkvæmt sóttvarnarlögum væri það sóttvarnarlæknir sem ákveði til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisi, og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi sé það sóttvarnarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarði hvað teljist sóttvarnarráðstöfun, og að sóttvarnarlögin trompi persónuverndarlögin þegar ákvæði þeirra rekist á, í miðri farsótt. Héraðsdómur dæmdi Erfðagreiningu í vil Kári skrifar einnig um deiluna um það hvort sú vinna sem Íslensk Erfðagreining hafi unnið, hefði verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki sé það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn, þegar skiptar skoðanir séu á því. Þess vegna hafi ákvörðun Persónuverndar verið kærð, enda hafi héraðsdómur dæmt erfðagreiningu í vil. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hefði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til, og Katrín hafi því verið ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni, og þar af leiðandi Íslenska erfðagreiningu, hafi verið sjálfsagður. Ákvörðun Persónuverndar ekki í samræmi við lög Kári segir í samtali við fréttastofu að málið sé hið undarlegasta. „Við hentum frá okkur öllum verkefnum og fórum að sinna verkefnum sóttvarnarlæknis, og gerðum það á eigin kostnað. Hjálpuðum við að greina alla sem sýktust og svo framvegis, og úr þessu varð heljarinnar vinna. Þetta var allt gert í umboði sóttvarnarlæknis og samkvæmt lögum er það sóttvarnarlæknir sem á að skipuleggja sóttvarnir þegar faraldur gengur yfir.“ Einhvers staðar á leiðinni hafi Persónuvernd komist að því að ÍE væri að vinna vísindarannsókn í heimildaleysi. Persónuvernd hafi ákvarðað, að ÍE hefði brotið lög. „Ég hótaði ekki Helgu að fara í mál við Persónuvernd, ég sagði að við myndum vísa þessari einu ákvörðun til dómstóla, sem við og gerðum, og héraðsdómur er þegar búinn að kveða upp þann dóm, að ákvörðun Persónuverndar væri ekki í samræmi við lög,“ segir Kári. Svo hafi Helga komist að þeirri niðurstöðu að Katrín hefði brugðist skyldum sínum með því að styðja ekki Persónuvernd. Kári segir að sóttvarnarlæknir hafi auðvitað verið að vinna í umboði ríkisstjórnarinnar, í samræmi við lög. Þegar Katrín standi frammi fyrir því annars vegar að styðja Persónuvernd og hins vegar sóttvarnarlækni, þá skilji Kári vel að hún hafi tekið þá ákvörðun að styðja sóttvarnarlækni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira