Því miður ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslu um verkefni Heidelberg Gestur Þór Kristjánsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson skrifa 18. maí 2024 09:01 Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Slíkt er ekki léttvægt og svo mikið er víst að bæjarfulltrúar hefðu gjarnan viljað ljúka þessu máli sem allra fyrst. Sá vilji yfirskyggir þó ekki viljan til að gæta hagsmuna bæjarbúa. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa Bréf frá forstjóra First Water Forsaga þessa máls er sú að, að kvöldi 15. maí sl. barst bæjarfulltrúum bréf frá Eggerti Kristóferssyni forstjóra First Water. Þar er í fyrsta skipti upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins að: „óásættanlegt [sé] að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur bygging hafnar á því svæði sem [First Water] er að sækja jarðsjó.“ Furðuleg vinnubrögð Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Öllum er löngu ljóst að til skoðunar hefur verið að staðsetja starfsemi Heidelberg innan grænna iðngarða á lóð milli landeldisfyrirtækjanna Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór. Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna. Næstu nágrannar hafa ekki lýst áhyggjum heldur þvert á móti Ekki verður hjá því litið að fullyrðingar First Water ganga algerlega í berhögg við afstöðu Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór sem eru í sömu starfsemi og liggja umtalsvert nær fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg, með aðliggjandi lóðamörk. Í samtali við forsvarsmenn Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór hefur komið fram að þeir hafi kynnt sér fyrirhugaða starfsemi Heidelberg afar vel. Báðir aðilar voru fyllilega meðvitaðir um fyriráætlanir þeirra og að þeim gæfist kostur á að skila inn athugasemdum á skipulagstíma. Niðurstaða þeirra var að vænt starfsemi Heidelberg væri ekki skaðleg fyrir landeldisfyrirtæki þeirra. Í opnu bréfi forstjóra Heidelberg til forstjóra First Water segir hins vegar: „Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Vandséð er því á hvað gögnum afstaða First Water hvílir.“ Málið allt í einu fyllt vafa og óvissu Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að. Mál skulu upplýst Bent er á að ein af grunnreglum stjórnsýsluréttar er hin svo kallaða rannóknarregla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar. Ömurleg staða Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja. Ekkert annað að gera Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem Sveitarfélagið Ölfus boðaði til með auglýsingu 28. apríl sl. á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa. Málið verður upplýst og kynnt fyrir bæjarbúum og hagaðilum, svo verður kosið Samhliða þessu fól bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla tafarlaust eftir fundi með fulltrúum First Water þar sem óskað verður eftir því að fram verði lögð gögn sem styðja þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi forstjóra First Water dagsettu 14. maí 2024. Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju. Einnig unnið með öðrum fyrirtækjum Þá var bæjarstjóra einnig falið að eiga samtöl við fulltrúa annarra fyrirtæja sem eru í matvælavinnslu á áhrifasvæðinu til að fá fram á formlegan máta ítrekaða afstöðu þeirra, er þar sérstaklega vísað til Geo Salmo og Landeldisstövarinnar Þór. Við undirrituð ítrekum að við hörmum að vera sett í þá stöðu sem gerir ákvarðanir sem þessar nauðsynlegar en viljum tryggja rétta og vandaða upplýsingagjöf og hlusta eftir áliti bæði íbúa og hagðila. Höfundar eru bæjarfulltrúar D-listans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Til að gæta að rétti íbúa til að taka upplýsta ákvörðun þar sem meðal annars koma fram áhyggjur stærsta hagaðila á svæðinu, First Water, tók bæjarstórn nú fyrir skömmu ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Slíkt er ekki léttvægt og svo mikið er víst að bæjarfulltrúar hefðu gjarnan viljað ljúka þessu máli sem allra fyrst. Sá vilji yfirskyggir þó ekki viljan til að gæta hagsmuna bæjarbúa. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa Bréf frá forstjóra First Water Forsaga þessa máls er sú að, að kvöldi 15. maí sl. barst bæjarfulltrúum bréf frá Eggerti Kristóferssyni forstjóra First Water. Þar er í fyrsta skipti upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins að: „óásættanlegt [sé] að í sömu götu standi til að byggja mölunarverksmiðju sem fer alls ekki saman við matvælaframleiðslu né heldur bygging hafnar á því svæði sem [First Water] er að sækja jarðsjó.“ Furðuleg vinnubrögð Við hljótum að lýsa furðu okkar á vinnubrögðum fyrirtækisins First Water í því sem lýtur að skipulagsmálum í sveitarfélaginu. Öllum er löngu ljóst að til skoðunar hefur verið að staðsetja starfsemi Heidelberg innan grænna iðngarða á lóð milli landeldisfyrirtækjanna Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór. Fram hefur farið ítarlegur undirbúningur vegna málsins sem í öllu hefur stjórnast af þeim lögum, reglum og hefðum sem gilda skulu um slíkt. Það vandaða ferli skilaði mörgum athugasemdum sem sérstaklega hefur verið brugðist við og svarað. First Water sá sér ekki fært að fylgja vönduðum formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri, heldur beið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Tveimur klukkutímum fyrir opinn borgarafund og þremur dögum áður en atkvæðagreiðsla hæfist var lögð fram þriggja málsgreina bréf þar sem fullyrt var um skaðsemi af starfsemi Heidelberg fyrir First Water. Fullyrðingarnar voru með öllu órökstuddar og án nokkurra gagna. Næstu nágrannar hafa ekki lýst áhyggjum heldur þvert á móti Ekki verður hjá því litið að fullyrðingar First Water ganga algerlega í berhögg við afstöðu Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór sem eru í sömu starfsemi og liggja umtalsvert nær fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg, með aðliggjandi lóðamörk. Í samtali við forsvarsmenn Geo Salmo og Landeldisstöðvarinnar Þór hefur komið fram að þeir hafi kynnt sér fyrirhugaða starfsemi Heidelberg afar vel. Báðir aðilar voru fyllilega meðvitaðir um fyriráætlanir þeirra og að þeim gæfist kostur á að skila inn athugasemdum á skipulagstíma. Niðurstaða þeirra var að vænt starfsemi Heidelberg væri ekki skaðleg fyrir landeldisfyrirtæki þeirra. Í opnu bréfi forstjóra Heidelberg til forstjóra First Water segir hins vegar: „Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Vandséð er því á hvað gögnum afstaða First Water hvílir.“ Málið allt í einu fyllt vafa og óvissu Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að. Mál skulu upplýst Bent er á að ein af grunnreglum stjórnsýsluréttar er hin svo kallaða rannóknarregla sem hljóðar svo: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Hjá þessu verður ekki vikið, hvað sem persónulegar skoðanir einstakra bæjarfulltrúa varðar. Ömurleg staða Um leið og við hörmum þá stöðu sem upp er komin í aðdraganda íbúakosninga vegna vinnubragða First Water teljum við mikilvægt að nálgast málið af ábyrgð með heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Sérstaklega er áríðandi að upplýst verði með fullnægjandi og rökstuddum hætti á hvaða rökum fullyrðingar First Water byggja. Ekkert annað að gera Með það fyrir augum var okkur nauðugur sá kostur að fresta atkvæðagreiðslu þeirri sem Sveitarfélagið Ölfus boðaði til með auglýsingu 28. apríl sl. á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Eftir sem áður stendur óhaggað að áður en heimild verður veitt til byggingar mölunarverksmiðju við svo kallaða Keflavík í Ölfusi verður haldin bindandi atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa. Málið verður upplýst og kynnt fyrir bæjarbúum og hagaðilum, svo verður kosið Samhliða þessu fól bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla tafarlaust eftir fundi með fulltrúum First Water þar sem óskað verður eftir því að fram verði lögð gögn sem styðja þær fullyrðingar sem fram koma í bréfi forstjóra First Water dagsettu 14. maí 2024. Þá verði kallað eftir því að First Water skili inn ítarlegri greinargerð sem útlistar öll þau atriði er tengjast væntri starfsemi Heidelberg sem valdið geta vandvæðum við starfsemi First Water. Þegar slíkt liggi fyrir verði óháðum aðila falið að fara yfir forsendur og skila Sveitarfélaginu Ölfusi mati þar á. Þetta mat ásamt öðrum þeim gögnum sem kunna að berst verði svo kynnt vandlega fyrir bæjarbúum áður en boðað verði til íbúakosninga að nýju. Einnig unnið með öðrum fyrirtækjum Þá var bæjarstjóra einnig falið að eiga samtöl við fulltrúa annarra fyrirtæja sem eru í matvælavinnslu á áhrifasvæðinu til að fá fram á formlegan máta ítrekaða afstöðu þeirra, er þar sérstaklega vísað til Geo Salmo og Landeldisstövarinnar Þór. Við undirrituð ítrekum að við hörmum að vera sett í þá stöðu sem gerir ákvarðanir sem þessar nauðsynlegar en viljum tryggja rétta og vandaða upplýsingagjöf og hlusta eftir áliti bæði íbúa og hagðila. Höfundar eru bæjarfulltrúar D-listans í Ölfusi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun