Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. apríl 2022 07:00 Við getum öll haft mismunandi áhrif á hvort annað eftir því í hvernig skapi við erum í. En á vinnustað er það skap stjórnandans sem hefur mestu áhrifin og getur hreinlega verið bráðsmitandi: Á jákvæðan hátt og neikvæðan. Það í hvernig skapi yfirmaðurinn er, getur fljótt haft áhrif á liðsheildina og árangur. Vísir/Getty Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. Sem þýðir að fólk sem er í stjórnendastöðum þarf einfaldlega að huga betur að skapinu sínu alla daga en aðrir. Sem þó þurfa að huga vel að sínu skapi og líðan. Munurinn er sá að það er skap stjórnandans og hegðun sem hefur mestu áhrifin á starfsfólkið í heild sinni. Yfirmaður sem mætir þungur í skapi í vinnuna hefur miklu meiri áhrif á líðan starfsfólks síns heldur en Pétur eða Páll sem stundum fara öfugt fram úr á morgnana. Á ensku er talað um „emotional contagion“ áhrif stjórnenda á starfsfólk. Sem þýðir tilfinningasmit stjórnenda til starfsfólks. Og það hvernig skap stjórnandans hefur áhrif á starfsfólk og teymi, getur skipt sköpum þegar kemur að árangri, drifkrafti, starfsánægju, líðan starfsfólks og frammistöðu almennt. Í umfjöllun Fastcompany er um þetta tilfinningasmit rætt með tilvísun í enska orðatiltækið „leaders bring the weather,“ eða ,,leiðtogar koma með veðrið með sér. Hér eru nokkur ráð fyrir stjórnendur. Hvernig ertu í dag? Sem yfirmaður mun skapið þitt í dag hafa áhrif á marga aðra í vinnunni. Alla morgna þarftu því að byrja á því að taka hreinlega stöðuna á sjálfum þér: Hvernig ertu? Hvernig líður þér? Eitt af því góða sem þessi daglega venja skilar er ekki bara aukin meðvitund fyrir vinnudaginn framundan, heldur er þetta líka einföld leið til að taka stöðu hjá þér sjálfum á streitu eða kulnunareinkennum. Hresstu þig við Við eigum öll okkar ólíku daga. Einn daginn gætum við verið stressuð og utan við okkur vegna þess að við erum í kappi við tímann með einhver verkefni eða fórum of seint að sofa í gær. En sem yfirmaður hefur þú áhrif á hópinn og skref tvö felst því hreinlega í því að hressa sig við, draga andann djúpt og taka ákvörðun um að vera í góðu skapi þegar þú mætir til vinnu. Annað er ekki í boði. Líkamstjáningin En starfsfólk er fljótt að átta sig á því ef brosið nær ekki til augnanna eða yfirmaður reynir að vera hress en er utan við sig og stressaður. Og hvað er til ráða þá? Jú, við getum staðið okkur betur í þessu ef við erum meðvituð um alla okkar líkamstjáningu. Allt frá því hvernig við stöndum, sitjum, hreyfum okkur eða brosum. Starfsfólk sem sér að yfirmaðurinn er afslappaður í framkomu og líkamstjáningu líður betur. Jákvæð orka, jákvæð nærvera Sem yfirmaður ertu að vinna að því alla daga að vinnustaðurinn þinn eða teymið nái sem bestum árangri. Jafnvel framúrskarandi. Sem þýðir að þú vilt hafa jákvæð áhrif á móralinn, drifkraftinn og góða starfsandann í vinnunni. Að efla og byggja upp jákvætt andrúmsloft á vinnustað eða í teymum tekst best ef yfirmaðurinn er fyrirmyndin af því að gefa frá sér jákvæða orku, hafa jákvæða nærveru og stuðla að því alltaf að byggja upp góðan móral. Neikvæðni er ekki í boði. Hvað þá að vera fúll. Þú En er í alvörunni hægt að gera þá kröfu að fólk í stjórnendastöðum standi undir þessum kröfum alla daga? Já, það er hægt en aðeins þó ef stjórnandinn sjálfur hugsar vel um sjálfan sig líka. Því það að vera í góðu skapi í vinnunni alla daga, sýna engin streitumerki sama hvað gengur á, vera alltaf afslappaður í fasi og framkomu og brosa hverja stund til augnanna er hreinlega ekki hægt nema….yfirmanninum líði vel! Að taka að sér stjórnendastarf er krefjandi og spennandi verkefni. En oft gleymist að það er einmitt þá sem allir þurfa að vera mjög meðvitaðir um að allt sem heitir að huga að sjálfum sér skiptir jafnvel enn meira máli en áður. Allt frá góðum svefn yfir í aðra sjálfsrækt. Hvort sú sjálfsrækt felst í hreyfingu, hugleiðslu, markþjálfun, hjá sálfræðingi eða öðru er undir hverjum og einum að velja. Aðalmálið er að til þess að hafa sem bestu smitáhrifin á starfsfólk og teymi þarf yfirmaður að leggja rækt við sjálfan sig og líta á það sem lykilatriði til að standa sig vel í starfi. Heilsa Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Sem þýðir að fólk sem er í stjórnendastöðum þarf einfaldlega að huga betur að skapinu sínu alla daga en aðrir. Sem þó þurfa að huga vel að sínu skapi og líðan. Munurinn er sá að það er skap stjórnandans og hegðun sem hefur mestu áhrifin á starfsfólkið í heild sinni. Yfirmaður sem mætir þungur í skapi í vinnuna hefur miklu meiri áhrif á líðan starfsfólks síns heldur en Pétur eða Páll sem stundum fara öfugt fram úr á morgnana. Á ensku er talað um „emotional contagion“ áhrif stjórnenda á starfsfólk. Sem þýðir tilfinningasmit stjórnenda til starfsfólks. Og það hvernig skap stjórnandans hefur áhrif á starfsfólk og teymi, getur skipt sköpum þegar kemur að árangri, drifkrafti, starfsánægju, líðan starfsfólks og frammistöðu almennt. Í umfjöllun Fastcompany er um þetta tilfinningasmit rætt með tilvísun í enska orðatiltækið „leaders bring the weather,“ eða ,,leiðtogar koma með veðrið með sér. Hér eru nokkur ráð fyrir stjórnendur. Hvernig ertu í dag? Sem yfirmaður mun skapið þitt í dag hafa áhrif á marga aðra í vinnunni. Alla morgna þarftu því að byrja á því að taka hreinlega stöðuna á sjálfum þér: Hvernig ertu? Hvernig líður þér? Eitt af því góða sem þessi daglega venja skilar er ekki bara aukin meðvitund fyrir vinnudaginn framundan, heldur er þetta líka einföld leið til að taka stöðu hjá þér sjálfum á streitu eða kulnunareinkennum. Hresstu þig við Við eigum öll okkar ólíku daga. Einn daginn gætum við verið stressuð og utan við okkur vegna þess að við erum í kappi við tímann með einhver verkefni eða fórum of seint að sofa í gær. En sem yfirmaður hefur þú áhrif á hópinn og skref tvö felst því hreinlega í því að hressa sig við, draga andann djúpt og taka ákvörðun um að vera í góðu skapi þegar þú mætir til vinnu. Annað er ekki í boði. Líkamstjáningin En starfsfólk er fljótt að átta sig á því ef brosið nær ekki til augnanna eða yfirmaður reynir að vera hress en er utan við sig og stressaður. Og hvað er til ráða þá? Jú, við getum staðið okkur betur í þessu ef við erum meðvituð um alla okkar líkamstjáningu. Allt frá því hvernig við stöndum, sitjum, hreyfum okkur eða brosum. Starfsfólk sem sér að yfirmaðurinn er afslappaður í framkomu og líkamstjáningu líður betur. Jákvæð orka, jákvæð nærvera Sem yfirmaður ertu að vinna að því alla daga að vinnustaðurinn þinn eða teymið nái sem bestum árangri. Jafnvel framúrskarandi. Sem þýðir að þú vilt hafa jákvæð áhrif á móralinn, drifkraftinn og góða starfsandann í vinnunni. Að efla og byggja upp jákvætt andrúmsloft á vinnustað eða í teymum tekst best ef yfirmaðurinn er fyrirmyndin af því að gefa frá sér jákvæða orku, hafa jákvæða nærveru og stuðla að því alltaf að byggja upp góðan móral. Neikvæðni er ekki í boði. Hvað þá að vera fúll. Þú En er í alvörunni hægt að gera þá kröfu að fólk í stjórnendastöðum standi undir þessum kröfum alla daga? Já, það er hægt en aðeins þó ef stjórnandinn sjálfur hugsar vel um sjálfan sig líka. Því það að vera í góðu skapi í vinnunni alla daga, sýna engin streitumerki sama hvað gengur á, vera alltaf afslappaður í fasi og framkomu og brosa hverja stund til augnanna er hreinlega ekki hægt nema….yfirmanninum líði vel! Að taka að sér stjórnendastarf er krefjandi og spennandi verkefni. En oft gleymist að það er einmitt þá sem allir þurfa að vera mjög meðvitaðir um að allt sem heitir að huga að sjálfum sér skiptir jafnvel enn meira máli en áður. Allt frá góðum svefn yfir í aðra sjálfsrækt. Hvort sú sjálfsrækt felst í hreyfingu, hugleiðslu, markþjálfun, hjá sálfræðingi eða öðru er undir hverjum og einum að velja. Aðalmálið er að til þess að hafa sem bestu smitáhrifin á starfsfólk og teymi þarf yfirmaður að leggja rækt við sjálfan sig og líta á það sem lykilatriði til að standa sig vel í starfi.
Heilsa Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Svona gengur okkur best í vinnunni Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur. 1. apríl 2022 07:01
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00