Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frægar í fanta­formi

Íslenskar konur eru sagðar þær fegurstu í heimi. Margar hverjar eru iðnar við að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan, góðum svefni og heilnæmu mataræði. Þjóðarþekktir Íslendingar eru þar engin undantekning en gætu ef til vill fundið fyrir meiri pressu vegna frægðar sinnar.

Lífið
Fréttamynd

Bannað að lækna sykur­sýki II

Ég trúi því að flestir séu að reyna að gera gagn. Líka þau sem bjóða sig fram í stjórnmálum. Sjálf hef ég valið að reyna að gera gagn og fundið mér starfsvettfang í forvörnum og heilsueflingu.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti er haldinn loddaralíðan

Markþjálfi segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti fólks sé haldinn svokallaðri loddaralíðan. Konur og minnihlutahópar eru þar í miklum meirihluta en sé ekkert að gert geti það verið ávísun á kvíða, þunglyndi og að viðkomandi dragi sig til baka.

Lífið
Fréttamynd

Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki?

Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það?

Skoðun
Fréttamynd

„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“

„Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli

Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður.

Skoðun
Fréttamynd

Veistu hvað er að?

Einn kaldan morgun í febrúar fyrir nokkrum árum vaknaði kona í Vesturbænum, þá nýorðin 60 ára. Fyrst eftir að hún opnaði augun hélt hún að dagurinn yrði eins og flestir aðrir dagar. Hún myndi fá sér kaffi, lesa blaðið og fara í göngutúr en þegar hún hafði rankað betur við sér áttaði hún sig á því að hún gat ekki hreyft hægri höndina.

Skoðun
Fréttamynd

Sjá mikil bata­merki eftir háþrýstimeðferð

Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. 

Innlent
Fréttamynd

Hrá upp­lifun í ein­stakri náttúru­perlu

Sjóböðin í Hvammsvík hafa svo sannarlega slegið í gegn meðal landsmanna og erlendra ferðamanna frá því þau voru opnuð í júlí á síðasta ári. Aðsóknin hefur verið mjög góð og umsóknir gesta hafa hvatt rekstraraðila til að halda áfram á sömu braut.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Heilsuráð Önnu Ei­ríks fyrir haustið

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir undirstrikar mikilvægi þess að fólk forgangsraði hreyfingu í daglegu lífi, jafnvel þótt það sé aðeins fimmtán mínútur á dag. Hér að neðan má finna fimm einföld ráð til að koma hreyfingu inn í rútínuna.

Lífið
Fréttamynd

Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skamm­deginu

„Við þurfum að hægja á okkur og gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf og fyrir heilsuna. Framundan er dimmasti tími ársins og staðreynd að andleg heilsa margra okkar fer niður á þessum tíma. Með því að gefa okkur tuttugu mínútur á dag í infrarauðum hita hlúum við bæði að líkamlegri og andlegri heilsu,“ segir Ari Steinn Kristjánsson, einn eigenda Heitirpottar.is

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði

Veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, deilir hér uppskrift að máltíð sem hann og unnusta hans, Kristín Eva Sveinsdóttur hjúkrunarfræðingur, borðuðu á hverjum degi í sex mánuði áður hún steig á svið á heimsmeistaramótinu í fitness á Miami í sumar. 

Matur
Fréttamynd

„Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli, líkir líkamanum við vegasalt sem þarfnast rólegra stunda og slökunar. Hún hvetur fólk til að staldra við og hægja á sér í stað þess að keyra sig út. 

Heilsa
Fréttamynd

Á Hrafnistu vinna öll að sama mark­miði

Hrafnista er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins sem rekur átta heimili í fimm sveitarfélögum. Stofnunin býr því að sterkum hópi starfsfólks og stjórnenda sem búa yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu.

Samstarf
Fréttamynd

„Að fá þykkt og fal­legt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfs­traust“

Á einum tímapunkti árið 2017 íhugaði Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir að raka af sér allt hárið. Hún hafði í einhvern tíma reynt að vinna bug á þrálátum skallablettum en án árangurs. Þá stakk frænka hennar upp á að hún myndi prufa Nourkrin Woman hárbætiefnið. Strax eftir mánuð fór hún að sjá mun, þar sem farið var að móta fyrir nýjum hárum í skallablettunum. Síðan þá hefur hárvöxturinn verið á jafnri og góðri leið upp á við.

Lífið samstarf