Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Elvar er einn mesti stríðs­maður sem við eigum“

Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Melsun­gen ekki í vand­ræðum með Val

Þýska félagið Melsungen var ekki í vandræðum með Val þegar liðin mættust í F-riðli Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, lokatölur 36-21. Þá átti Óðinn Þór Ríkharðsson frábæran leik og lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar unnu góðan sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Þakk­látir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Út­­skýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“

Karla­lið FH í hand­bolta tekur á móti sænsku meisturunum í Sa­vehof í 3.um­ferð Evrópu­deildarinnar í Kapla­krika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brott­hvarf stór­stjörnunnar Arons Pálmars­sonar. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með á­kvörðun hans og sam­gleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum bara niður­lægðir“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan.

Handbolti
Fréttamynd

„Æðis­legt að sjá svona marga Ís­lendinga sem halda með okkur“

„Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Þor­steinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá

Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Bara fúll að hafa ekki unnið

Valsmenn voru hársbreidd frá því að leggja portúgalska liðið Porto að velli í kvöld í Evrópudeildinni, en leiknum lauk með jafntefli 27-27 þar sem gestirnir jöfnuðu á lokaandartökum leiksins.

Handbolti