Leikskólar

Fréttamynd

Páskahret

Við þekkjum öll þá tilfinningu að gleðjast yfir því að loksins sé komið vor, að sjá brumið á trjánum og krókusa sem kíkja upp úr moldinni rétt fyrir páska. Við förum að sofa í góðri trú og vöknum í sólbjörtu húsi, hellum upp á kaffi og setjumst niður til að taka fyrsta sopann þegar ský dregur fyrir sólu og hríðskotahaglél tekur að lemja á gluggana.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­skyldan fari saman í sumar­frí

Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar

Skoðun
Fréttamynd

Stefnt á að opna nýjan ung­barna­leik­skóla í Bríetar­túni í ár

Pláss verður fyrir sextíu börn á aldrinum tólf mánaða til þriggja ára á nýjum ungbarnaleikskóla í Bríetartúni sem Reykjavíkurborg ætlar að taka í notkun fyrir lok þessa árs. Opnun leikskólans er liður í áformum borgaryfirvalda um að fjölga plássum svo hægt sé að bjóða börnum allt frá tólf mánaða aldri leikskólavist.

Innlent
Fréttamynd

Er hægt að leysa leik­skóla­vandann strax í dag?

Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölga leik­skóla­plássum um fimm­tíu

Leikskólinn Laugasól mun geta tekið á móti fimmtíu börnum til viðbótar eftir að endurbætur verða gerðar á núverandi kjallara leikskólans, en borgarráð hefur samþykkt að heimila formlegan undirbúning að stækkun og endurbótum á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Mis­jafnt hvort at­vinnu­lausir og ör­yrkjar greiði lægri leik­skóla­gjöld

Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið.

Innlent