Félagasamtök

Fréttamynd

Opnum fjölda­hjálpar­stöð!

Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins

Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Að segja satt skiptir máli

Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög.

Skoðun
Fréttamynd

FA klagar Willum Þór til um­boðs­manns

Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Þroskamerki þjóðar

Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum

Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttinda­brot á vinnu­markaði

Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Búðu til pláss – fyrir öll börn

Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hyggja - hvað er það?

Umhyggja – félag langveikra barna var stofnað árið 1980 og er því 44 ára í ár. Þótt starfsemi félagsins hafi vaxið og þróast í gegnum tíðina hefur markmið félagsins frá stofnun verið að gæta hagsmuna langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Í­þrótta­hreyfingin og gervi­verk­taka

Frjáls félagasamtök eru ein af undirstöðum blómlegs samfélags. Ég þori að fullyrða að öll reiðum við okkur á þjónustu eða tökum þátt í starfsemi einhverra félagasamtaka í gegnum ævina, hvort sem það eru íþróttafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög eða önnur félagasamtök.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Helgi Guð­jóns­son látinn

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn. Hann lést 5. september síðastliðinn, 71 árs að aldri.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er á­kall frá ung­mennunum sjálfum“

Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Að brúa bilið

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) er eitt margra almannaheillafélaga sem standa við bakið á fólki sem lendir á stað sem enginn kýs sér. Í flestum tilfellum þýðir það skerðingu á lífsgæðum: andlegum, líkamlegum og efnislegum.

Skoðun
Fréttamynd

Að­vent­istar svara sýslu­manni fullum hálsi

Sýslumaður hefur farið þess á leit við fjársýslu ríkisins að greiðslur til Kirkju sjöunda dags aðventista á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður. Lögmaður KSDA telur engar heimildir fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Sýslu­maður hótar því að taka að­vent­ista af skrá

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag.

Innlent
Fréttamynd

Skila­boð frá ís­lenskri ljós­móður á Gasa

Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er við störf á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar sinnir hún konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Starfið hennar er krefjandi en hún segir að á fæðingardeildinni sjái fólk meiri hamingju en sorg

Innlent
Fréttamynd

Ná að stytta bið­lista og kynja­skipta með­ferðinni

Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni. 

Innlent
Fréttamynd

Fata­söfnunar­gámar Rauða krossins fjar­lægðir á næstu dögum

Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan

Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um öldunga­ráð borgarinnar

Óvænt tillaga leit dagsins ljós í öldungaráði Reykjavíkurborgar þess efnis að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis fengi aðeins einn fulltrúa í sjö manna öldungaráði borgarinnar í stað þriggja eins og verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

FA gagn­rýnir reglu­gerð Willums Þórs harð­lega

Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir.

Innlent