Netöryggi

Fréttamynd

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Miskunnar­­laus klám­her­ferð herjar á Ís­­lendinga

Er­lendar klám­síður virðast nú vera í miðri aug­lýsinga­her­ferð sem angrar marga Ís­lendinga. Ó­um­beðin og ó­við­eig­andi skila­boð hrúgast nú inn á Face­book. Við sýnum ykkur hér í mynd­bandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvim­leiða vanda­mál á ein­faldan máta.

Innlent
Fréttamynd

#Komment­sens

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni).

Skoðun
Fréttamynd

Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust

Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingar um landsmenn í hættu

Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum.

Innlent
Fréttamynd

Taktu tvær

Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Klám og rafræn skilríki

Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna).

Skoðun
Fréttamynd

Er pósturinn frá Póstinum?

Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir.

Skoðun
Fréttamynd

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn

Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Viðskipti innlent