Sjálfstæðisflokkurinn Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Skoðun 1.11.2024 07:02 Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. Innlent 31.10.2024 09:10 „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Innlent 30.10.2024 22:00 Kosningar og knattspyrna Alþingispólitíkin dregur æ meira dám af knattspyrnu og kosningar eru stórmót þar sem keppt er í atkvæðasöfnun. Skoðun 30.10.2024 20:31 Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. Innlent 30.10.2024 16:04 Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. Innlent 30.10.2024 13:02 Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist hvorki vera rasisti né transfóbískur. Hann rifjar upp tillögu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var snarlega skotin í kaf, og segist sammála J.K Rowling hvað varðar málefni trans fólks. Innlent 30.10.2024 11:49 Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Í dag er mánuður til alþingiskosninga sem fara fram þann 30. nóvember. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis heldur áfram að fá til sín góða gesti í Kosningapallborðið og nú er komið að fyrsta pallborðinu með formönnum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Innlent 30.10.2024 11:29 „Aldrei gott að toppa of snemma“ Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 28.10.2024 19:02 Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember næstkomandi og rennur framboðsfrestur úr á hádegi 31. október. Innlent 28.10.2024 16:24 Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Innlent 28.10.2024 13:46 Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. Innlent 28.10.2024 12:01 Grímur, Halla Hrund, Jens Garðar og Víðir mæta í Pallborðið Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru komnir fram hjá fimm stjórnmálaflokkum í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Tólf framboð eru að safna meðmælum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og taka sæti á listum flokkanna. Þá eru kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 28.10.2024 10:22 Treystir Bjarna betur en öðrum forystumönnum „Varðandi forystu Sjálfstæðisflokksins, ég treysti Bjarna Benediktssyni miklu betur en forystumönnum hinna flokkanna. Jú jú ég veit alveg að ég bauð mig fram á landsfundi og sé ekkert eftir því en það breytir engu um það að ef ég á að velja hér einstakling til þess að leiða ríkisstjórn þá vel ég Bjarna án nokkurs vafa.“ Innlent 27.10.2024 18:20 Skólarnir eigi að hjálpa nemendum að ná árangri og vera jöfnunartæki „Það er skylda okkar, sem fáum það traust að mennta æsku Íslands, að hjálpa nemendum ná sem allra mestum árangri eins og kostur er. Skólar eru jöfnunartæki, það ætti enginn að líða fyrir stétt eða stöðu sína því að allir nemendur skipta máli og allir nemendur ættu að hafa eins jöfn tækifæri eftir 10 ára skyldunám sem mögulegt er.“ Innlent 27.10.2024 16:34 Áslaug um fartölvuna: „Það er alltaf reynt að gera stórmál úr svona hlutum“ „Það er alltaf reynt að búa til einhverjar sögur af einhverju svona sem gerist ... ég hringdi bara morguninn eftir og sótti hana, þetta var ekki meira vesen en það. Það er alltaf reynt að gera eitthvað stórmál úr svona hlutum.“ Innlent 27.10.2024 15:50 Brynjar fær þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður verður í öðru sæti. Brynjar Níelsson vermir þriðja sætið. Innlent 27.10.2024 13:56 Jón Pétur Zimsen í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík suður Jón Pétur Zimsen mun skipa þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er í fyrsta sæti og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður í öðru. Innlent 27.10.2024 13:48 Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. Innlent 27.10.2024 13:40 Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Innlent 26.10.2024 20:34 Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ Innlent 26.10.2024 19:38 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. Innlent 26.10.2024 18:07 Styrkti Kvenréttindafélagið um milljónir á síðasta ráðherradegi Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári. Innlent 26.10.2024 07:01 Fleiri vilja sjá Þórdísi eða Guðlaug leiða í stað Bjarna Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má nýja skoðanakönnun. Innlent 25.10.2024 21:42 Valdníðsla og hneyksli Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Innlent 25.10.2024 19:08 Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. Innlent 25.10.2024 11:50 Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Innlent 25.10.2024 11:24 Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Innlent 25.10.2024 09:17 Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. Innlent 24.10.2024 21:29 Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. Innlent 24.10.2024 21:01 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 83 ›
Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Skoðun 1.11.2024 07:02
Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár. Innlent 31.10.2024 09:10
„Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Innlent 30.10.2024 22:00
Kosningar og knattspyrna Alþingispólitíkin dregur æ meira dám af knattspyrnu og kosningar eru stórmót þar sem keppt er í atkvæðasöfnun. Skoðun 30.10.2024 20:31
Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. Innlent 30.10.2024 16:04
Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember. Innlent 30.10.2024 13:02
Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist hvorki vera rasisti né transfóbískur. Hann rifjar upp tillögu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var snarlega skotin í kaf, og segist sammála J.K Rowling hvað varðar málefni trans fólks. Innlent 30.10.2024 11:49
Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Í dag er mánuður til alþingiskosninga sem fara fram þann 30. nóvember. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis heldur áfram að fá til sín góða gesti í Kosningapallborðið og nú er komið að fyrsta pallborðinu með formönnum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Innlent 30.10.2024 11:29
„Aldrei gott að toppa of snemma“ Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 28.10.2024 19:02
Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember næstkomandi og rennur framboðsfrestur úr á hádegi 31. október. Innlent 28.10.2024 16:24
Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Innlent 28.10.2024 13:46
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. Innlent 28.10.2024 12:01
Grímur, Halla Hrund, Jens Garðar og Víðir mæta í Pallborðið Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru komnir fram hjá fimm stjórnmálaflokkum í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Tólf framboð eru að safna meðmælum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og taka sæti á listum flokkanna. Þá eru kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 28.10.2024 10:22
Treystir Bjarna betur en öðrum forystumönnum „Varðandi forystu Sjálfstæðisflokksins, ég treysti Bjarna Benediktssyni miklu betur en forystumönnum hinna flokkanna. Jú jú ég veit alveg að ég bauð mig fram á landsfundi og sé ekkert eftir því en það breytir engu um það að ef ég á að velja hér einstakling til þess að leiða ríkisstjórn þá vel ég Bjarna án nokkurs vafa.“ Innlent 27.10.2024 18:20
Skólarnir eigi að hjálpa nemendum að ná árangri og vera jöfnunartæki „Það er skylda okkar, sem fáum það traust að mennta æsku Íslands, að hjálpa nemendum ná sem allra mestum árangri eins og kostur er. Skólar eru jöfnunartæki, það ætti enginn að líða fyrir stétt eða stöðu sína því að allir nemendur skipta máli og allir nemendur ættu að hafa eins jöfn tækifæri eftir 10 ára skyldunám sem mögulegt er.“ Innlent 27.10.2024 16:34
Áslaug um fartölvuna: „Það er alltaf reynt að gera stórmál úr svona hlutum“ „Það er alltaf reynt að búa til einhverjar sögur af einhverju svona sem gerist ... ég hringdi bara morguninn eftir og sótti hana, þetta var ekki meira vesen en það. Það er alltaf reynt að gera eitthvað stórmál úr svona hlutum.“ Innlent 27.10.2024 15:50
Brynjar fær þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður verður í öðru sæti. Brynjar Níelsson vermir þriðja sætið. Innlent 27.10.2024 13:56
Jón Pétur Zimsen í þriðja sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík suður Jón Pétur Zimsen mun skipa þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er í fyrsta sæti og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður í öðru. Innlent 27.10.2024 13:48
Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. Innlent 27.10.2024 13:40
Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Innlent 26.10.2024 20:34
Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ Innlent 26.10.2024 19:38
Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. Innlent 26.10.2024 18:07
Styrkti Kvenréttindafélagið um milljónir á síðasta ráðherradegi Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári. Innlent 26.10.2024 07:01
Fleiri vilja sjá Þórdísi eða Guðlaug leiða í stað Bjarna Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má nýja skoðanakönnun. Innlent 25.10.2024 21:42
Valdníðsla og hneyksli Ákvörðun matvælaráðherra að taka umsókn um leyfi til hvalveiða til efnislegrar meðferðar stuttu fyrir kosningar er hneyksli og ber vott um valdníðslu að sögn talskonu Hvalavina. Vinstri græn beri ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Innlent 25.10.2024 19:08
Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. Innlent 25.10.2024 11:50
Umsókn frá Kristjáni á borði Jóns og Bjarna Bjarni Benediktsson matvælaráðherra segir umsókn um leyfi til hvalveiða komna til ráðuneytisins. Jón Gunnarsson, nýskipaður fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu, segir hvalveiðar eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Bjarni segir Jón ekki með vald til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir. Innlent 25.10.2024 11:24
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Innlent 25.10.2024 09:17
Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. Innlent 24.10.2024 21:29
Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. Innlent 24.10.2024 21:01