Hælisleitendur

Fréttamynd

Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi

Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni

Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á.

Innlent
Fréttamynd

Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm

Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Fá fræðslu um samskipti kynjanna

Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að yfirgefa landið sjálfviljugur

Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur.

Innlent
Fréttamynd

Fresta flutningi fjölskyldu úr landi vegna tafa

Brottflutningur kúrdísku dýralæknanna Mardin Azeez og Didar Farid Kareem, sem Fréttablaðið fjallaði um í byrjun október, hefur verið frestað og fær umsókn þeirra um hæli hér á landi efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin

Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Borga umsækjendum fyrir að hætta við

Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið.

Innlent
Fréttamynd

Húsið við Stigahlíð tómt í lok vikunnar

Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins.

Innlent
Fréttamynd

Konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleitandann vera föðurinn

Manninum sem synjað var um hæli á Íslandi og er á flótta undan lögreglu er grunaður um aðild að mansalsmáli. Einnig leikur grunur á að konan sem segist bera barn hans undir belti sé beitt þrýstingi að segja manninn vera föðurinn. Konan er einnig hælisleitandi og segist vera fórnarlamb mansals.

Innlent