Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!

Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. 

Gagnrýni
Fréttamynd

„Þetta er stríð“

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu

Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við UNICEF og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Það er eins og þið viljið að það komi til á­taka“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum.

Erlent
Fréttamynd

Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli.

Erlent
Fréttamynd

Skutu enn einni eldflauginni á loft

Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug.

Erlent
Fréttamynd

Vara við því að milljón af­gönsk börn deyi úr hungri í vetur

Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði.

Erlent
Fréttamynd

Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu

Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS.

Erlent
Fréttamynd

Segir mark­mið Parísar­sam­komu­lagsins í „öndunar­vél“

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.

Erlent
Fréttamynd

Hvað er COP26?

Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar losunar­skuld­bindingar duga ekki til að ná mark­miðum

Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu.

Erlent