Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar. 28.11.2024 06:45
Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. 27.11.2024 15:29
Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. 27.11.2024 14:44
Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 27.11.2024 14:08
Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. 27.11.2024 12:41
Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. 27.11.2024 11:47
Two Birds verður Aurbjörg Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem er rekstraraðili og eigandi fjártæknivefsins Aurbjorg.is, hefur ákveðið að breyta nafni félagsins í Aurbjörg ehf. 27.11.2024 09:53
Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir yfirgnæfandi líkur á óveðri á Austurlandi og hríðarveðri á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum á kjördag. Hann segir líklegt að einhverjir vegir teppist á kjördag. 27.11.2024 08:34
Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Virkni á gosstöðvunum hefur verið frekar stöðug síðan í gær samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að gosórói hafi haldist jafn síðan í gær, í takti við stöðuga gosvirkni í gígnum í nótt. 26.11.2024 15:54
Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins leggur til að fleiri heilbrigðisstéttum verði heimilt að gefa út vottorð í einstaka tilfellum og að dregið verði úr óþörfum vottorðaskrifum vegna stuttra veikindafjarvista frá skóla eða vinnu. 26.11.2024 13:03