Gústi B fann ástina hjá Hafdísi Sól Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. Lífið 27. júní 2024 10:02
Ungstirni gefur út sitt fyrsta lag Menntskælingurinn, söngvarinn og leikarinn Arnaldur Halldórsson hefur gefið frá sér sitt fyrsta lag. Það heitir Tengist þér og var gefið út ásamt tónlistarmyndbandi 21. júní síðastliðinn. Arnaldur segir lagið fjalla um sígildasta viðfangsefni popplaga frá örófi alda, nefnilega ástina. Tónlist 26. júní 2024 16:55
DJ goðsögn stýrði trylltum dansi Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið. Tónlist 26. júní 2024 16:05
Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Lífið 26. júní 2024 13:02
Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. Lífið 25. júní 2024 15:22
Haldin Cher-legri aðdáun á Jökli og félögum Íslenska hljómsveitin Kaleo hitti bandarísku stórstjörnuna Cher á dögunum á tónleikaferðalagi þeirra um Norður Ameríku. Hljómsveitin birti mynd af þeim með tónlistarkonunni á Instgram. Lífið 25. júní 2024 09:54
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. Tónlist 25. júní 2024 07:01
Er ósigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð „Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag. Tónlist 23. júní 2024 07:01
Travis Scott handtekinn í Miami Rapparinn Travis Scott var handtekinn í Miami í nótt vegna drykkjuláta og rifrildis sem virðist hafa orðið til þess að rapparinn fór óleyfilega um borð í snekkju sem hann átti ekki. Rapparinn var handtekinn um klukkan 01:45 í nótt að staðartíma. Lífið 20. júní 2024 15:02
Kóngurinn er sá sem keypti Fender Telecaster-frímerkið Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sjálfur kóngurinn, festi kaup á Fender Telecaster-gítar sem er einstakur að því leyti til að hann er handsmíðaður og þakinn íslenskum frímerkjum. Lífið 20. júní 2024 13:20
Nýjasta súperstjarna heimsins Frægðarsól tónlistarkonunnar Sabrina Carpenter hefur aldrei skinið jafn skært og nú. Hún á tvö mest spiluðu lög í heimi um þessar mundir, er að slá sér upp með hjartaknúsaranum og leikaranum Barry Keoghan, kemur fram á tónleikum og viðburðum um allan heim og stelur ósjaldan senunni í einstökum klæðaburði. Tónlist 20. júní 2024 07:01
„Stefni út í heim og er með stóra drauma“ „Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala,“ segir tónlistarkonan Thelma Tryggvadóttir, sem er gjarnan kölluð TT. Hún er að senda frá sér EP plötu næstkomandi föstudag sem hefur verið í bígerð í nokkur ár og er tilhlökkunin mikil. Tónlist 19. júní 2024 11:30
Tvíburarnir komnir með nafn Victor Guðmundsson, læknir og tónlistarmaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni. Lífið 19. júní 2024 09:43
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. Lífið 19. júní 2024 07:20
Scooter til landsins með risatónleika í Laugardalshöll Þýska teknósveitin Scooter er á leið til landsins og mun koma fram á tónleikum í Laugardalshöll föstudagskvöldið 18. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna í Nordic Live Events. Tónlist 18. júní 2024 16:17
Maðurinn sem uppgötvaði Bieber kveður bransann Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas. Tónlist 17. júní 2024 21:01
Öxar við ána nú til í salsaútgáfu Hljómsveitin Salsakommúnan gaf út ábreiðu af laginu Öxar við ána í salsa stíl í dag í tilefni þjóðhátíðardagsins. Tónlist 17. júní 2024 15:04
Heilmikil skemmtidagskrá og samsöngur á Þingvöllum í dag Mikið hefur verið og verður áfram um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944. Í kvöld verður söngvavaka á gamla Valhallarreitnum. Lífið 16. júní 2024 16:53
Lofar svakalegri veislu „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. Tónlist 16. júní 2024 09:29
„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“ „Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Tónlist 16. júní 2024 07:01
Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. Lífið 15. júní 2024 07:01
Einstakur Fender Telecaster í Hljóðfærahúsinu Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, hafði frétt af handsmíðuðum Fender Telecaster sem þakinn er íslenskum frímerkjum og var fljótur að festa sér gripinn. Lífið 14. júní 2024 14:11
Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér. Tónlist 14. júní 2024 10:20
Teknóhátíð á Radar alla helgina Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. Lífið 14. júní 2024 08:00
Banjóleikari frá Nashville með Baggalúti og Sinfó Baggalútur og Sinfóníuhljómsveit Íslands sameina krafta sína á stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Þeim til fulltingis verða heimsklassa banjó- og gítarleikarar frá Nashville í Bandaríkjunum. Lífið 13. júní 2024 20:19
Hugsar hlýtt til áranna í Los Angeles „Við áttum margar góðar stundir í sólinni að elta draumana okkar en kunnum líka að njóta lífsins. Þetta lag fjallar um þessa tilfinningu, þegar maður nær að vera alveg í núinu og er að njóta lífsins með vinum sínum á góðum sumardegi. Svo lítur maður til baka og á ennþá þessar fallegu minningar sem tilheyra allt í einu fortíðinni. Það er svolítil nostalgía í þessu lagi,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Lífið 13. júní 2024 20:02
Frikki fellir heimsmetið á miðnætti með Steinda jr. beran að ofan Friðrik Dór Jónsson segir að heimsmetið muni falla á miðnætti í kvöld þegar hann gefur út Til í allt part 3. Lagið verður þá lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Tónlist 13. júní 2024 17:30
Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Innlent 13. júní 2024 16:26
Sjö daga afmælissæla í Reykjanesbæ Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. Lífið 13. júní 2024 15:00
Daði keypti hús Jóns Jónssonar með mömmu sinni á yfirverði Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið. Lífið 13. júní 2024 09:43