Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Bleikar sjálfstæðiskonur í Kópavogi

Félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, Edda, hélt fyrsta viðburð starfsársins í gær. Ræðumenn og heiðursgestir kvöldsins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu

Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Menning
Fréttamynd

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Lífið
Fréttamynd

Hrefna og Ágúst héldu upp á 15 ára afmæli

Fiskmarkaðurinn hélt upp á 15 ára afmælið sitt í vikunni. Afmælið var haldið á Uppi bar efri hæð Fiskmarkaðsins þar sem skálað var fyrir síðustu 15 árum. Andri Viceman var með með Tanqurey kokteila pop up fyrir gesti.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla frá Idol prufunum

Fyrstu dómaraprufum í Idolinu er lokið og hafa örlög þeirra sem komust í þær verið ráðin. Það eru þau Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet sem sitja í dómarasætunum.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur

Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik.

Lífið
Fréttamynd

„Goðsagnakennd djammkvöld“

„Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu

Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag.  

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu

Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum.

Lífið
Fréttamynd

Allskonar kynlífi fagnað

Ný þáttaröð af „Allskonar kynlíf" fer í loftið í kvöld og af því tilefni var fyrsti þáttur frumsýndur á bar Loft Hostel um helgina þar sem gleðin var við völd. 

Lífið
Fréttamynd

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 

Lífið