Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Sýnir örin í fyrsta sinn

Bandaríska Hollywood stjarnan Olivia Munn sýnir ör sín eftir brjóstnám í fyrsta sinn í auglýsingum á vegum nærfataframleiðandans Skims. Munn segist hafa viljað vera öðrum konum í sömu sporum fyrirmynd en lengi hafi hún skammast sín fyrir ör sín.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey Lín í bíó

Tónleikar íslensku stórstjörnunnar, Laufeyjar Lín Jónsdóttur, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. 

Lífið
Fréttamynd

Hollywood stjörnur við Höfða

Stórstjörnur úr Hollywood á borð við Jeff Daniels og J.K Simmons eru nú staddar í kvikmyndatökum við Höfða í Reykjavík. Fjölmennt tökulið auk mikils búnaðar er nú við sögufræga húsið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Michael Newman látinn

Baywatch-stjarnan Michael Newman er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006.

Lífið
Fréttamynd

Kynlífsatriðin alls ekki ó­þægi­leg

Leikkonan Laura Dern segist hafa eignast vin til lífstíðar í mótleikara hennar Liam Hemsworth en tvíeykið leikur á móti hvort öðru í nýju Netflix myndinni Lonely Planet. Dern lýsir því jafnframt yfir að hún hafi upplifað sig mjög örugga með Hemsworth við tökur á krefjandi senum, til dæmis þegar það kom að kynlífsatriðunum.

Lífið
Fréttamynd

Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi

Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og  óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Lífið
Fréttamynd

Sím­tal í neyðarlínu varpar ljósi á at­burða­rásina

Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu.

Lífið
Fréttamynd

Loka Sæ­braut á laugar­dag vegna kvik­mynda­töku

Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Geymdi lík sonar síns í tvo mánuði

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, geymdi lík sonar síns, Benjamin Keough tónlistarmanns, á heimili sínu í Calabasa í Kaliforníu, í tvo mánuði eftir andlát hans og hlúði á því. 

Lífið
Fréttamynd

Hafi enn verið hreinn sveinn

Lisa Marie Presley segir að tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi sagt sér að hann væri hreinn sveinn þegar þau byrjuðu saman árið 1994. Hann var þá 35 ára en hún 25 ára. Jackson lést árið 2009.

Lífið
Fréttamynd

Móðir Whitney Houston látin

Bandaríska söngkonan Cissy Houston, Grammy-verðlaunahafi og móðir tónlistarkonunnar Whitney Houston, er látin, 91 árs að aldri. Hún átti farsælan feril sem söngkona og kom meðal annars fram með stórstjörnunu, Arethu Franklin og Elvis Presley.

Lífið
Fréttamynd

Náði að sættast við bróður sinn fyrir and­látið

Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að  Christopher veiktist. 

Lífið
Fréttamynd

Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu

Bandaríska söngkonan Dolly Parton tilkynnti á föstudag að hún ætlar að gefa eina milljón Bandaríkjadala í hjálparstarf vegna fellibylsins Helenu sem reið yfir Bandaríkin í síðustu viku. 

Lífið
Fréttamynd

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið
Fréttamynd

Elt á röndum með drónum

Bandaríska söngkonan Lana Del Rey er orðin langþreytt á því að hún og nýbakaður eiginmaður hennar krókódílamaðurinn Jeremy Dufrene eru elt á röndum með drónum. Söngkonan segir að nágrannapar séu sökudólgar í málinu, nágrannapar sem starfi sem papparassar.

Lífið
Fréttamynd

Barna­barn Kurt Cobain og Tony Hawk í heiminn

Francis Bean Cobain dóttir tónlistarmannsins Kurt Cobain og Riley Hawk sonur hjólabrettagoðsagnarinnar Tony Hawk hafa eignast sitt fyrsta barn saman. Um er að ræða strák sem kom í heiminn 17. september.

Lífið
Fréttamynd

„Mér leið eins og al­vöru prinsessu“

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. 

Tíska og hönnun