Lífið

Ólafur og Guð­rún flytja inn saman

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ólafur og Guðrún opinberuðu samband sitt í lok árs í fyrra.
Ólafur og Guðrún opinberuðu samband sitt í lok árs í fyrra. Skjáskot

Ólaf­ur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og kærastan hans Guðrún Ragna Hreins­dótt­ir, gæðastjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, hafa fest kaup á fallegu raðhúsi í Ártúnsholti í Reykjavík. Parið opinberaði samband sitt í lok árs í fyrra.

Um er að ræða 239 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1985. Húsið var hannað af arkitektunum Finni Björnssyni og Hilmari Þór Björnssyni. Parið greiddi 151 milljón fyrir eignina.

Fastinn.is

Neðri hæð hússins, sem samanstendur af forstofu, gestasnyrtingu, eldhúsi og stofu, var endurnýjuð að fullu árið 2019. Hönnunin var í höndum Hönnu Stínu, innanhússarkitekts.

Eldhúsið er afar fallegt, búið sérsmíðuðum innréttingum með stein í borðum. Mynstraðar flísar á gólfi gefa rýminu mikinn karakter og sjarma.

Þaðan er gengið niður þrjú þrep í bjarta og opna stofu með aukinni lofthæð og stórum gluggum til vesturs. Í stofunni er stór og stæðilegur arinn sem setur sjarmerandi svip á stofurýmið.  Útgengt er úr stofu í á sólpall og vel gróinn garð.

Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Fastinn.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.