Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar 26. nóvember 2024 17:13 Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landsbankinn Baldur Borgþórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun