Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar