SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 18:15 Jakob Jóhann Sveinson er margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur en hann stýrði vinnunni á vegum Sundsambands Íslands. Getty/Adam Pretty Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni. Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Sund Akureyri Akranes Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Það kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá SSÍ að skortur er á innsundlaug hjá tveimur þekktum vöggum sundíþróttarinnar á Íslandi. Þetta þýðir að sundæfingar keppnisfólks sem og innlend og erlend sundmót hafi átt undir högg að sækja á þessum útungarstöðum íslensks keppnisfólks í sundi. Skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri. Akranes og Akureyri í vandræðum Nú vantar því sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri þar sem sundkennsla hefur ítrekað verið felld niður vegna veðurs. Margir frábærir sundmenn hafa einmitt komið frá Akranesi og Akureyri í gegnum tíðina. SSÍ telur mikilvægt að koma því sjónarmiði á framfæri að sundíþróttamannvirki séu byggð eða endurgerð með það markmið að styðja við sundkennslu, æfinga- og keppnisfólk. Í því samhengi má nefna mikilvægi þess að hægt sé að stunda kennslu og æfingar allt árið um kring innandyra, til að sporna gegn þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár þar sem loka hefur þurft sundlaugum vegna heitavatnsskorts sem veldur því að sundkennsla og æfingar hafa verið felldar niður. Í þeim tilgangi hefur SSÍ unnið að þarfagreiningu er varðar byggingu sundlaugarmannvirkja hér á landi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni Jakob Jóhann Sveinsson, margfaldur Ólympíufari og verkfræðingur, stýrði vinnunni ásamt þeim Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni Arkitekt og Eyleifi Jóhannessyni yfirmanni landsliðsmála hjá SSÍ. Að auki voru ýmsir aðilar úr sundhreyfingunni fengnir til að gefa álit sitt á einstökum þáttum á sérsviði viðkomandi eins og sundkennslu, dómgæslu á mótum, alþjóðlegra staðla fyrir keppnislaugar og margt fleira. Markmið SSÍ með útgáfu og dreifingu á þessari yfirgripsmiklu skýrslu er að vekja athygli á öllum þeim mikilvægu þáttum sem horfa þarf til við byggingu sundlaugarmannvirkja þannig að þau nýtist til sundkennslu og að byggja upp afreksmenn í sundi samhliða því að gagnast öðrum notendum. Margir fá skýrsluna SSÍ mun senda skýrsluna til allra sveitarfélaga, stofnana og framkvæmdaaðila með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu næstu sundlauga verða teknar. Í þessu samhengi vill SSÍ koma því á framfæri að gríðarlega mikilvægt er að byggja sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri, en þar hefur sundkennsla ítrekað verið felld niður vegna veðurs auk þess sem skertar æfingar hafa ekki skilað sundfólkinu tilætluðum árangri.
Sund Akureyri Akranes Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira