Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:17 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun