Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 20:01 Í sumar varð alvarlegt slys á Breiðamerkurjökli þegar ísveggur hrundi með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést og konan hans slasaðist. Óttast var að tveir væru grafnir undir ís og var þeirra leitað í 18 tíma. Vísir/Vilhelm Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að bætt verði úr með því með miðlægri skráningu. Hins vegar mælir starfshópurinn ekki með banni við jöklaferðum yfir sumartímann. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og tryggari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn. Tillögur starfshóps ráðuneytisstjóra sem settur var á fót í kjölfar banaslyss á Breiðamerkurjökli í sumar voru kynntar í ríkisstjórn í gær. Hópurinn gerir sex tillögur að úrbótum sem miða að því að tryggja betur öryggi ferðamanna í jöklaferðum. „Þetta er svona nokkuð þéttur listi af ýmsum atriðum sem að hafa ber í huga. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt og nauðsynlegt reyndar að fara í þessa vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sem kynnti minnisblað um niðurstöður starfshópsins í ríkisstjórn. Tíu milljarðar í tekjur Í minnisblaðinu er áætlað að um 400 þúsund manns hafi farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, eða um fimmtungur erlendra ferðamanna. Áætlaðar tekjur af þessum ferðum nemi um tíu milljörðum króna, en samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu sjá alls 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða hér á landi sem sum bjóða ferðir á fleiri en einn jökul. Meðal þess sem vakti spurningar og mikið umtal í kjölfar slyssins í Breiðamerkurjökli í sumar var það hve algengar jöklaferðir að sumarlagi eru orðnar á Íslandi. Fyrirtæki stundi jöklaferðir allan ársins hring, þrátt fyrir að mælt hafi verið gegn því. Starfshópurinn mælir hins vegar ekki með banni við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem það er á ákveðnum tímum eða svæðum. „Í því efni verður að hafa huga hina almenna meginreglu um frjálsa för fólks um landið (almannaréttur) og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár. Hins vegar er hægt að leggja til takmarkanir á þeirri meginreglu ef það leiðir af niðurstöðu áhættumats á tilteknum svæðum fyrir tilteknar tegundir ferða,“ segir í minnisblaðinu. Boð og bönn ekki endilega rétta leiðin Dagbjartur Brynjarsson er formaður annars starfshóps Dagbjartur um bætt öryggi á ferðamannastöðum sem mun vinna áfram með tillögurnar frá ráðuneytisstjórahópnum en hann fagnar tillögunum. „Endanleg boð og bönn eru ekki endilega það sem við erum að leita að, heldur það sem að þarf að vera. Við getum lent í því að 10. október séu aðstæður sem eru ekki góðar. Það sem skiptir meira máli er að það sé virkt eftirlit, að það sé verið að fylgjast með stöðunum áður en lagt er af stað, en ekki bara lagt af stað af því að nú er fyrsti nóvember,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur Brynjarsson er öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Ragnar Meðal þeirra tillagna sem þegar eru til skoðunar hjá starfshóp um bætt öryggi á ferðamannastöðum snúa að því að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. „Það er engin miðlæg samantekt á þessu, þannig að í raun og veru hvert fyrirtæki er með mismunandi hátt á hvað það varðar og safnar þeim upp með mismunandi hætti. Sumir eru að gera það í formi blaða, út prentuð blöð sem er svo fyllt út og svo sett upp í hillu á meðan önnur fyrirtæki eru með mjög flott kerfi í kringum það,“ segir Dagbjartur. Miðlægt skráningarkerfi slysa og óhappa yrði til mikilla bóta. „Það er þá hægt að taka ákvarðanir út frá gögnum en ekki bara einhverri tilfinningu.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Tillögur starfshóps ráðuneytisstjóra sem settur var á fót í kjölfar banaslyss á Breiðamerkurjökli í sumar voru kynntar í ríkisstjórn í gær. Hópurinn gerir sex tillögur að úrbótum sem miða að því að tryggja betur öryggi ferðamanna í jöklaferðum. „Þetta er svona nokkuð þéttur listi af ýmsum atriðum sem að hafa ber í huga. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt og nauðsynlegt reyndar að fara í þessa vinnu,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sem kynnti minnisblað um niðurstöður starfshópsins í ríkisstjórn. Tíu milljarðar í tekjur Í minnisblaðinu er áætlað að um 400 þúsund manns hafi farið í skipulagða jöklaferð í fyrra, eða um fimmtungur erlendra ferðamanna. Áætlaðar tekjur af þessum ferðum nemi um tíu milljörðum króna, en samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu sjá alls 36 fyrirtæki um framkvæmd jöklaferða hér á landi sem sum bjóða ferðir á fleiri en einn jökul. Meðal þess sem vakti spurningar og mikið umtal í kjölfar slyssins í Breiðamerkurjökli í sumar var það hve algengar jöklaferðir að sumarlagi eru orðnar á Íslandi. Fyrirtæki stundi jöklaferðir allan ársins hring, þrátt fyrir að mælt hafi verið gegn því. Starfshópurinn mælir hins vegar ekki með banni við jökla- eða íshellaferðum, hvort sem það er á ákveðnum tímum eða svæðum. „Í því efni verður að hafa huga hina almenna meginreglu um frjálsa för fólks um landið (almannaréttur) og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár. Hins vegar er hægt að leggja til takmarkanir á þeirri meginreglu ef það leiðir af niðurstöðu áhættumats á tilteknum svæðum fyrir tilteknar tegundir ferða,“ segir í minnisblaðinu. Boð og bönn ekki endilega rétta leiðin Dagbjartur Brynjarsson er formaður annars starfshóps Dagbjartur um bætt öryggi á ferðamannastöðum sem mun vinna áfram með tillögurnar frá ráðuneytisstjórahópnum en hann fagnar tillögunum. „Endanleg boð og bönn eru ekki endilega það sem við erum að leita að, heldur það sem að þarf að vera. Við getum lent í því að 10. október séu aðstæður sem eru ekki góðar. Það sem skiptir meira máli er að það sé virkt eftirlit, að það sé verið að fylgjast með stöðunum áður en lagt er af stað, en ekki bara lagt af stað af því að nú er fyrsti nóvember,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur Brynjarsson er öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Ragnar Meðal þeirra tillagna sem þegar eru til skoðunar hjá starfshóp um bætt öryggi á ferðamannastöðum snúa að því að haldin verði skrá um slys og óhöpp í ferðaþjónustu. „Það er engin miðlæg samantekt á þessu, þannig að í raun og veru hvert fyrirtæki er með mismunandi hátt á hvað það varðar og safnar þeim upp með mismunandi hætti. Sumir eru að gera það í formi blaða, út prentuð blöð sem er svo fyllt út og svo sett upp í hillu á meðan önnur fyrirtæki eru með mjög flott kerfi í kringum það,“ segir Dagbjartur. Miðlægt skráningarkerfi slysa og óhappa yrði til mikilla bóta. „Það er þá hægt að taka ákvarðanir út frá gögnum en ekki bara einhverri tilfinningu.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira