Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 17:07 Dekkið var algjörlega umvafið. Haraldur Sigurðarson Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum. Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum.
Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira