Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 29. október 2024 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl Alveg óháð kynhneigð þinni eða kynvitund getur þér fundist gott að örva endaþarminn. Því miður er alltof algengt að við séum að miða okkur við eitthvað handrit sem segir okkur að við eigum eingöngu að hafa áhuga á ákveðinni kynhegðun. Algeng mýta um kynhegðun er að aðeins samkynhneigðir karlar stundi endaþarmsmök. Gagnkynhneigðir karlar, hinsegin konur, gagnkynhneigðar konur og fólk af öllum kynjum getur haft áhuga á því að veita eða þiggja örvun á endaþarmi. Mikilvægt er að muna að kynhegðun, það sem þú gerir í kynlífi og kynhneigð, hverjum þú vilt gera það með, fara ekki alltaf saman. Alls konar fólk stundar alls konar kynlíf! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Látum ekki gömul handrit koma í veg fyrir að við njótum okkar með okkur sjálfum.Vísir/Getty Enn þann dag í dag tengjum við ákveðna kynhegðun við ákveðin kyn eða kynhneigðir. Þessi tenging gerir það að verkum að fólk finnur fyrir skömm eða fer að efast um kynhneigð sína fyrir það eitt að vilja prófa eitthvað nýtt í kynlífinu. Látum ekki gömul handrit taka frá okkur að njóta þess sem okkur finnst gott, kynlíf snýst um unað! Njóttu þess sem þér finnst gott og hendum þessu gamla handriti beint á haugana! Endaþarmurinn er stútfullur af taugaendum sem geta aukið unað, og það hefur bara ekkert með kynhneigð að gera hversu gott okkur finnst að láta örva hann. Endaþarmsörvun getur verið margskonar. Hægt er að örva endaþarminn með tungunni, fingrunum, kynlífstækjum eða typpi og mörg upplifa mikinn unað við slíka örvun. Minni hér á umfjöllun Indíönu Rósar, kynfræðings, um allt það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi endaþarmsmök, því ýmislegt er gott að hafa í huga: Það eru ekki margar rannsóknir til sem skoða sérstaklega hversu algengt það er að gagnkynhneigðir karlar stundi örvun á endaþarmi en margt bendir til þess að það sé algengara nú en áður. Ýmislegt getur skýrt þá þróun. Í nýlegri rannsókn kom fram að viðhorf karla til endaþarmsörvunar hefur breyst! Margir tala opinskátt um áhuga eða reynslu af því að endaþarmurinn sé örvaður. Þeim fækkar sem upplifa það vera tabú eða tengja þessa kynhegðun við tiltekna kynhneigð. Þar að auki getur aukin umræða, forvitni eða löngun til að prófa eitthvað nýtt leitt til þess að gagnkynhneigðir karlar prófi sig áfram á þessu sviði. Það má vera forvitinn um nýja hluti í rúminu en það er líka í lagi að vera það ekki.Vísir/Getty Síðan er líka mikilvægt að muna að þó svo að umræðan um endaþarmsörvun hafi aukist þýðir það ekki að þú þurfir að fíla það eða prófa það. Það er í góðu lagi að vera ekki forviti/n/nn/ð eða vilja ekki prófa. Sum hafa prófað og tengja ekki unað við endaþarmsörvun á meðan önnur finna ekki fyrir áhuga á því að prófa það. Það að geta rætt langanir okkar, virt eigin mörk og annarra eru lykilþættir þegar kemur að því að prófa sig áfram í kynlífi! Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01 Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl 8. október 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Alveg óháð kynhneigð þinni eða kynvitund getur þér fundist gott að örva endaþarminn. Því miður er alltof algengt að við séum að miða okkur við eitthvað handrit sem segir okkur að við eigum eingöngu að hafa áhuga á ákveðinni kynhegðun. Algeng mýta um kynhegðun er að aðeins samkynhneigðir karlar stundi endaþarmsmök. Gagnkynhneigðir karlar, hinsegin konur, gagnkynhneigðar konur og fólk af öllum kynjum getur haft áhuga á því að veita eða þiggja örvun á endaþarmi. Mikilvægt er að muna að kynhegðun, það sem þú gerir í kynlífi og kynhneigð, hverjum þú vilt gera það með, fara ekki alltaf saman. Alls konar fólk stundar alls konar kynlíf! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Látum ekki gömul handrit koma í veg fyrir að við njótum okkar með okkur sjálfum.Vísir/Getty Enn þann dag í dag tengjum við ákveðna kynhegðun við ákveðin kyn eða kynhneigðir. Þessi tenging gerir það að verkum að fólk finnur fyrir skömm eða fer að efast um kynhneigð sína fyrir það eitt að vilja prófa eitthvað nýtt í kynlífinu. Látum ekki gömul handrit taka frá okkur að njóta þess sem okkur finnst gott, kynlíf snýst um unað! Njóttu þess sem þér finnst gott og hendum þessu gamla handriti beint á haugana! Endaþarmurinn er stútfullur af taugaendum sem geta aukið unað, og það hefur bara ekkert með kynhneigð að gera hversu gott okkur finnst að láta örva hann. Endaþarmsörvun getur verið margskonar. Hægt er að örva endaþarminn með tungunni, fingrunum, kynlífstækjum eða typpi og mörg upplifa mikinn unað við slíka örvun. Minni hér á umfjöllun Indíönu Rósar, kynfræðings, um allt það helsta sem þarf að hafa í huga varðandi endaþarmsmök, því ýmislegt er gott að hafa í huga: Það eru ekki margar rannsóknir til sem skoða sérstaklega hversu algengt það er að gagnkynhneigðir karlar stundi örvun á endaþarmi en margt bendir til þess að það sé algengara nú en áður. Ýmislegt getur skýrt þá þróun. Í nýlegri rannsókn kom fram að viðhorf karla til endaþarmsörvunar hefur breyst! Margir tala opinskátt um áhuga eða reynslu af því að endaþarmurinn sé örvaður. Þeim fækkar sem upplifa það vera tabú eða tengja þessa kynhegðun við tiltekna kynhneigð. Þar að auki getur aukin umræða, forvitni eða löngun til að prófa eitthvað nýtt leitt til þess að gagnkynhneigðir karlar prófi sig áfram á þessu sviði. Það má vera forvitinn um nýja hluti í rúminu en það er líka í lagi að vera það ekki.Vísir/Getty Síðan er líka mikilvægt að muna að þó svo að umræðan um endaþarmsörvun hafi aukist þýðir það ekki að þú þurfir að fíla það eða prófa það. Það er í góðu lagi að vera ekki forviti/n/nn/ð eða vilja ekki prófa. Sum hafa prófað og tengja ekki unað við endaþarmsörvun á meðan önnur finna ekki fyrir áhuga á því að prófa það. Það að geta rætt langanir okkar, virt eigin mörk og annarra eru lykilþættir þegar kemur að því að prófa sig áfram í kynlífi!
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01 Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl 8. október 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01
Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl 8. október 2024 20:00
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01