Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 21:31 Arnhildur er fjölhæfur sérfræðingur sem brennur fyrir breytingum í borgarskipulagi, arkitektúr og byggingariðnaði. Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins. Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins.
Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52