Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2024 11:49 Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur vakið athygli ítalskra netverja. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. Vilhjálmur er flestum Íslendingum vel kunnur, en hann er einn þekktasti lögmaður landsins. Hann er verjandi Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns, sem nú sætir ákæru fyrir nauðgun, en mál hans var dómtekið nú á fimmtudag. Albert leikur knattspyrnu á Ítalíu, og gekk nýverið til liðs við Fiorentina frá Genoa. Því hefur mál Alberts eðlilega vakið athygli ítalskra knattspyrnuunnenda, en nú eru Ítalirnir einnig með Vilhjálm í sigtinu. Borinn saman við sjálfan Saul X-notandinn og rithöfundurinn Leonardo Piccione birtir þráðinn með skjáskoti af Albert og Vilhjálmi að mæta í dómsal á fimmtudag, og skrifar: „Albert Guðmundsson kom í dómhúsið í dag, og það er augljóslega ein aðalfréttin á íslenskum miðlum. Ótrúlegi maðurinn til hægri er lögmaður hans, og trúið mér, hann þarf ekki að öfunda Saul Goodman af miklu,“ skrifar Piccione og vísar þar til sjónvarpsþáttafígúrunnar og klækjalögmannsins úr þáttunum Breaking Bad og Better Call Saul. Albert Guðmundsson è arrivato oggi al tribunale di Reykjavík, ed è ovviamente la notizia di apertura dei principali siti di informazione islandesi. L’incredibile tipo a destra nella foto è il suo avvocato, un personaggio che, credetemi, ha poco da invidiare a Saul Goodman 👇 pic.twitter.com/jiHWb3TqfB— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 Þráðurinn er á ítölsku, en þegar þetta er skrifað hafa 1.600 manns líkað við fyrstu færslu hans, og yfir 263 þúsund manns séð hana. Í næstu færslu er Vilhjálmur kynntur formlega til leiks, í þessum tólf tísta þræði um lögmanninn. „Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, þekktur sem Villi, er alvöru stjarna á Íslandi. Skoðanir fólks á honum eru - við skulum segja - mismunandi, en honum er slétt sama. Hann elskar Ítalíu (sérstaklega Napoli) og hér eru fjórar lýsandi myndir af Instagram-reikningi hans:“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, detto Villi, è un’autentica celebrità in Islanda. Le opinioni sul suo conto sono - diciamo così - contrastanti, ma a lui non frega nulla. Ama profondamente l'Italia (Napoli soprattutto), e queste sono quattro emblematiche foto dal suo Instagram: pic.twitter.com/dz9SBhHeBr— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 Í þræðinum er stuttlega rakið að Villi hafi spilað fótbolta til ársins 2004, meðal annars með Emil Hallfreðssyni, sem gat sér afar gott orð í ítalska boltanum á sínum tíma, þar sem hann spilaði í um einn og hálfan áratug. Þá er fjallað um vinskap Vilhjálms og Einars Arnar Birgissonar, sem var myrtur af Atla Helgasyni árið 2000. Ingó veðurguð Ítölum hugleikinn Því næst berst talið að störfum Vilhjálms á sviði lögmennskunnar, þeirri staðreynd að honum hafi verið gert að skrifa lokaritgerð sinni í lagadeild aftur eftir að hann gerðist uppvís að ritstuldi, og greint frá því að hann hafi rekið sína eigin stofu frá árinu 2007. Prima di Guðmundsson, il cliente più in vista di Villi dovrebbe essere stato Ingólfur Þórarinsson, noto come Ingó Veðurguð (Ingó dio del Meteo), ex calciatore e ex astro nascente del pop islandese, accusato nel 2021 di un lungo elenco di "cattive condotte sessuali" (32 in tutto). pic.twitter.com/kc1k0NHf8S— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 „Fyrir [Albert] var þekktasti skjólstæðingur Villa líklega Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó Veðurguð, fyrrverandi knattspyrnumaður og rísandi poppstjarna á Íslandi, sem árið 2021 var sakaður um fjölda kynerðisbrota (32 í heildina),“ segir í þræðinum. Þar er vísað til 32 nafnlausra sagna sem aðgerðahópurinn Öfgar birti á hendur Ingólfi það sama ár. Ítalía, ástin og þorrablót Þessu næst er vikið að áhuga fjölmiðla á Vilhjálmi og hans persónu: „Villi er aðalpersónan í blöðunum, ekki bara vegna starfa sinna. Tíðar ferðir hans til Ítalíu eru oft til umfjöllunar,“ segir í þræðinum, og vísað er til umfjöllunar Morgunblaðsins um ferð Vilhjálms á mótorhjóli frá Da Polignano a Mare til Santa Maria di Leuca. Ma Villi è protagonista dei rotocalchi anche al di là della sua professione. Spesso si parla dei suoi frequenti viaggi in Italia. Qui c'è un articolo del Morgunblaðið dedicato a un suo viaggio in moto da Polignano a Mare a Santa Maria di Leuca:https://t.co/YzNPThBjoY pic.twitter.com/ipkkSb0mEk— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 „Árið 2023 var hann til viðtals um ástina hjá Vísi, og sagðist fylgjandi opnum fjölskyldumynstrum. Hann er ekki í sambandi í augnablikinu, en segist heppinn að hafa verið ástfanginn,“ segir í tístinu, þar sem vísað er í viðtalið hér að neðan: Eins og við var að búast var einnig fjallað um fatastíl Vilhjálms, og vísað til þess að hann fari aldrei út úr húsi án þess að líta út eins og hann sé klipptur út úr ítölsku tískutímariti. Meðal annars er vísað til þess að Vilhjálmur hafi mætt á þorrablót Stjörnunnar í Gucci-leðurjakka, og útskýrt að þorrablót sé „árleg hátíð þar sem fólk borðar rotinn hákarl, hrútspunga og annað norrænt góðgæti.“ Það sem virðist þó hafa farið fram hjá þráðarhöfundi eru gamlar erjur sem virtust hafa tekið sig upp á þorrablótinu, þar sem Vilhjálmur var í hringiðunni, ásamt Helga Brynjarssyni, sem er sonur Brynjars Níelssonar, lögmanns og fyrrverandi þingmanns: Loks lýkur þræðinum á yfirferð um nokkuð skoplegt mál frá vorinu 2021, þar sem Vilhjálmur sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekki sagt satt og rétt frá um hversu mikið hann tæki í bekkpressu, í viðtali í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. Þar sagðist hann geta lyft 100 kílóum í bekkpressu, en sagðist síðan hafa verið upplýstur um að sú aðferð sem hann lýsti væri ekki viðurkennd af Alþjóðakraftlyftingasambandinu. Með viðurkenndri aðferð gæti hann lyft 80 kílóum. „Þessi mistök hafa jafnframt orðið mér hvatning til þess að gera betur og stefni ég á að geta lyft 100 kílóum í bekkpressu í sumarbyrjun. Ég geri orð Denny Crane (eins virtasta lögmanns Bandaríkjanna) að mínum: Neverlost,neverwill,“ sagði Vilhjálmur í tilkynningu sinni af þessu tilefni. Concludo con una polemica nata dopo un'intervista radiofonica in cui Villi ha dichiarato di sollevare 100 chili alla panca piana, per poi ridimensionarsi a 80 in seguito ai dubbi sollevati dagli ascoltatori: pic.twitter.com/i8C72GhF1i— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 Ítalía Mál Alberts Guðmundssonar Lögmennska Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45 Albert mættur í dómsal Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram í dag og á morgun. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. 12. september 2024 09:30 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Vilhjálmur er flestum Íslendingum vel kunnur, en hann er einn þekktasti lögmaður landsins. Hann er verjandi Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns, sem nú sætir ákæru fyrir nauðgun, en mál hans var dómtekið nú á fimmtudag. Albert leikur knattspyrnu á Ítalíu, og gekk nýverið til liðs við Fiorentina frá Genoa. Því hefur mál Alberts eðlilega vakið athygli ítalskra knattspyrnuunnenda, en nú eru Ítalirnir einnig með Vilhjálm í sigtinu. Borinn saman við sjálfan Saul X-notandinn og rithöfundurinn Leonardo Piccione birtir þráðinn með skjáskoti af Albert og Vilhjálmi að mæta í dómsal á fimmtudag, og skrifar: „Albert Guðmundsson kom í dómhúsið í dag, og það er augljóslega ein aðalfréttin á íslenskum miðlum. Ótrúlegi maðurinn til hægri er lögmaður hans, og trúið mér, hann þarf ekki að öfunda Saul Goodman af miklu,“ skrifar Piccione og vísar þar til sjónvarpsþáttafígúrunnar og klækjalögmannsins úr þáttunum Breaking Bad og Better Call Saul. Albert Guðmundsson è arrivato oggi al tribunale di Reykjavík, ed è ovviamente la notizia di apertura dei principali siti di informazione islandesi. L’incredibile tipo a destra nella foto è il suo avvocato, un personaggio che, credetemi, ha poco da invidiare a Saul Goodman 👇 pic.twitter.com/jiHWb3TqfB— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 Þráðurinn er á ítölsku, en þegar þetta er skrifað hafa 1.600 manns líkað við fyrstu færslu hans, og yfir 263 þúsund manns séð hana. Í næstu færslu er Vilhjálmur kynntur formlega til leiks, í þessum tólf tísta þræði um lögmanninn. „Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, þekktur sem Villi, er alvöru stjarna á Íslandi. Skoðanir fólks á honum eru - við skulum segja - mismunandi, en honum er slétt sama. Hann elskar Ítalíu (sérstaklega Napoli) og hér eru fjórar lýsandi myndir af Instagram-reikningi hans:“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, detto Villi, è un’autentica celebrità in Islanda. Le opinioni sul suo conto sono - diciamo così - contrastanti, ma a lui non frega nulla. Ama profondamente l'Italia (Napoli soprattutto), e queste sono quattro emblematiche foto dal suo Instagram: pic.twitter.com/dz9SBhHeBr— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 Í þræðinum er stuttlega rakið að Villi hafi spilað fótbolta til ársins 2004, meðal annars með Emil Hallfreðssyni, sem gat sér afar gott orð í ítalska boltanum á sínum tíma, þar sem hann spilaði í um einn og hálfan áratug. Þá er fjallað um vinskap Vilhjálms og Einars Arnar Birgissonar, sem var myrtur af Atla Helgasyni árið 2000. Ingó veðurguð Ítölum hugleikinn Því næst berst talið að störfum Vilhjálms á sviði lögmennskunnar, þeirri staðreynd að honum hafi verið gert að skrifa lokaritgerð sinni í lagadeild aftur eftir að hann gerðist uppvís að ritstuldi, og greint frá því að hann hafi rekið sína eigin stofu frá árinu 2007. Prima di Guðmundsson, il cliente più in vista di Villi dovrebbe essere stato Ingólfur Þórarinsson, noto come Ingó Veðurguð (Ingó dio del Meteo), ex calciatore e ex astro nascente del pop islandese, accusato nel 2021 di un lungo elenco di "cattive condotte sessuali" (32 in tutto). pic.twitter.com/kc1k0NHf8S— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 „Fyrir [Albert] var þekktasti skjólstæðingur Villa líklega Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó Veðurguð, fyrrverandi knattspyrnumaður og rísandi poppstjarna á Íslandi, sem árið 2021 var sakaður um fjölda kynerðisbrota (32 í heildina),“ segir í þræðinum. Þar er vísað til 32 nafnlausra sagna sem aðgerðahópurinn Öfgar birti á hendur Ingólfi það sama ár. Ítalía, ástin og þorrablót Þessu næst er vikið að áhuga fjölmiðla á Vilhjálmi og hans persónu: „Villi er aðalpersónan í blöðunum, ekki bara vegna starfa sinna. Tíðar ferðir hans til Ítalíu eru oft til umfjöllunar,“ segir í þræðinum, og vísað er til umfjöllunar Morgunblaðsins um ferð Vilhjálms á mótorhjóli frá Da Polignano a Mare til Santa Maria di Leuca. Ma Villi è protagonista dei rotocalchi anche al di là della sua professione. Spesso si parla dei suoi frequenti viaggi in Italia. Qui c'è un articolo del Morgunblaðið dedicato a un suo viaggio in moto da Polignano a Mare a Santa Maria di Leuca:https://t.co/YzNPThBjoY pic.twitter.com/ipkkSb0mEk— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024 „Árið 2023 var hann til viðtals um ástina hjá Vísi, og sagðist fylgjandi opnum fjölskyldumynstrum. Hann er ekki í sambandi í augnablikinu, en segist heppinn að hafa verið ástfanginn,“ segir í tístinu, þar sem vísað er í viðtalið hér að neðan: Eins og við var að búast var einnig fjallað um fatastíl Vilhjálms, og vísað til þess að hann fari aldrei út úr húsi án þess að líta út eins og hann sé klipptur út úr ítölsku tískutímariti. Meðal annars er vísað til þess að Vilhjálmur hafi mætt á þorrablót Stjörnunnar í Gucci-leðurjakka, og útskýrt að þorrablót sé „árleg hátíð þar sem fólk borðar rotinn hákarl, hrútspunga og annað norrænt góðgæti.“ Það sem virðist þó hafa farið fram hjá þráðarhöfundi eru gamlar erjur sem virtust hafa tekið sig upp á þorrablótinu, þar sem Vilhjálmur var í hringiðunni, ásamt Helga Brynjarssyni, sem er sonur Brynjars Níelssonar, lögmanns og fyrrverandi þingmanns: Loks lýkur þræðinum á yfirferð um nokkuð skoplegt mál frá vorinu 2021, þar sem Vilhjálmur sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekki sagt satt og rétt frá um hversu mikið hann tæki í bekkpressu, í viðtali í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. Þar sagðist hann geta lyft 100 kílóum í bekkpressu, en sagðist síðan hafa verið upplýstur um að sú aðferð sem hann lýsti væri ekki viðurkennd af Alþjóðakraftlyftingasambandinu. Með viðurkenndri aðferð gæti hann lyft 80 kílóum. „Þessi mistök hafa jafnframt orðið mér hvatning til þess að gera betur og stefni ég á að geta lyft 100 kílóum í bekkpressu í sumarbyrjun. Ég geri orð Denny Crane (eins virtasta lögmanns Bandaríkjanna) að mínum: Neverlost,neverwill,“ sagði Vilhjálmur í tilkynningu sinni af þessu tilefni. Concludo con una polemica nata dopo un'intervista radiofonica in cui Villi ha dichiarato di sollevare 100 chili alla panca piana, per poi ridimensionarsi a 80 in seguito ai dubbi sollevati dagli ascoltatori: pic.twitter.com/i8C72GhF1i— Leonardo Piccione (@ledep) September 12, 2024
Ítalía Mál Alberts Guðmundssonar Lögmennska Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45 Albert mættur í dómsal Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram í dag og á morgun. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. 12. september 2024 09:30 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45
Albert mættur í dómsal Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram í dag og á morgun. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. 12. september 2024 09:30