Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Pétur Ernir Svavarsson, píanóleikari, söngvari, leikari - og nú einnig læknanemi. Stöð 2 Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um. Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2. Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2.
Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira