Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 14:20 Mario Draghi (t.v.) afhendir Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, skýrsluna á blaðamannafundi í Brussel í dag. Vísir/EPA Efnahagsleg hnignun Evrópu þýðir að lífsgæði íbúa álfunnar skerðast ef ekkert verður að gert. Marshall-aðstoðin eftir seinna stríð bliknar í samanburði við þá fjárfestingu sem Evrópa þarf að ráðast í samkvæmt nýrri skýrslu fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu. Dregin er upp dökk mynd af efnahagslegum horfum Evrópu ef ekki verður tekið í taumana í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og var birt í dag. Evrópa hefur dregist verulega aftur úr í samkeppni við Bandaríkin og Kína á undanförnum árum. Framleiðni eykst hægar þar en vestanhafs og fyrir vikið hafa ráðstöfunartekjur almennings vaxið minna sömuleiðis. Í fjögur hundruð blaðsíðna skýrslunni fer Draghi yfir leiðir til þess að snúa þessari hnignun við og segir hana tilvistarlega ógn við framtíð hennar. Um 800 milljarða evra, jafnvirði meira en 122 þúsund milljarða íslenskra króna, viðbótarfjárfestingu þurfi til þess að koma álfunni á réttan kjöl. Fjárfestingarþörfin sé um fimm prósent af landframleiðslu en til samanburðar jukust fjárfestingar í Evrópu um eitt til tvö prósent af landsframleiðslu með Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við uppbyggingu eftir síðari heimsstyrjöldina. „Við erum komin að þeim stað að við þurfum annað hvort að skerða velferð okkar, umhverfi okkar eða frelsi nema við grípum til aðgerða,“ segir Draghi í skýrslunni. Evrópa geti ekki verið leiðandi í tækniþróun, loftslagsmálum og leikandi í heimsmálunum án umfangsmikil inngrips. „Við munum ekki geta fjármagnað samfélagsgerð okkar. Við þurfum að draga saman seglin í sumum, ef ekki öllum, kappsmálum okkar.“ Þunglamalegt ákvarðanatökuferli Á meðal þess sem Draghi leggur til er að slaka á samkeppnislögum til þess að liðka fyrir samruna fyrirtækja, sérstaklega á fjarskiptamarkaði. Bent er á landflótta sprotafyrirtækja frá Evrópu, aðallega til Bandaríkjanna. Vandamálið rekur Draghi til hamlandi laga og reglna í Evrópu. Seðlabankastjórinn fyrrverandi gagnrýnir sömuleiðis hversu háð Evrópa hafi verið rússneskri orku og bandarískum vörnum og vopnum. Hátt í tveir þriðju af innkaupum Evrópuríkja vegna varnarmála hafi verið frá bandarískum fyrirtækjum frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022. Fimmtán prósent til viðbótar voru utan Evrópu. Þá segir Draghi að Evrópa sói sameiginlegum auðlindum og kaupmætti sínum og ríkin hafi ekki stillt saman strengi sína nægilega vel. Ákvarðanatökuferlið innan Evrópu, sem skiptist á milli þjóðríkja og Evrópusambandsins, sé of svifaseint og mörg ljón í vegi breytinga þar sem ríki geta í reynd stöðvað mál. Fram kemur að það taki að meðaltali nítján mánuði fyrir sambandið að samþykkja lög frá því að framkvæmdastjórn þess leggur þau til og þar til skrifað er undir þau. Þá er ekki talinn með sá tími sem það tekur svo fyrir aðildarríkin að taka lögin upp. Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Dregin er upp dökk mynd af efnahagslegum horfum Evrópu ef ekki verður tekið í taumana í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og var birt í dag. Evrópa hefur dregist verulega aftur úr í samkeppni við Bandaríkin og Kína á undanförnum árum. Framleiðni eykst hægar þar en vestanhafs og fyrir vikið hafa ráðstöfunartekjur almennings vaxið minna sömuleiðis. Í fjögur hundruð blaðsíðna skýrslunni fer Draghi yfir leiðir til þess að snúa þessari hnignun við og segir hana tilvistarlega ógn við framtíð hennar. Um 800 milljarða evra, jafnvirði meira en 122 þúsund milljarða íslenskra króna, viðbótarfjárfestingu þurfi til þess að koma álfunni á réttan kjöl. Fjárfestingarþörfin sé um fimm prósent af landframleiðslu en til samanburðar jukust fjárfestingar í Evrópu um eitt til tvö prósent af landsframleiðslu með Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við uppbyggingu eftir síðari heimsstyrjöldina. „Við erum komin að þeim stað að við þurfum annað hvort að skerða velferð okkar, umhverfi okkar eða frelsi nema við grípum til aðgerða,“ segir Draghi í skýrslunni. Evrópa geti ekki verið leiðandi í tækniþróun, loftslagsmálum og leikandi í heimsmálunum án umfangsmikil inngrips. „Við munum ekki geta fjármagnað samfélagsgerð okkar. Við þurfum að draga saman seglin í sumum, ef ekki öllum, kappsmálum okkar.“ Þunglamalegt ákvarðanatökuferli Á meðal þess sem Draghi leggur til er að slaka á samkeppnislögum til þess að liðka fyrir samruna fyrirtækja, sérstaklega á fjarskiptamarkaði. Bent er á landflótta sprotafyrirtækja frá Evrópu, aðallega til Bandaríkjanna. Vandamálið rekur Draghi til hamlandi laga og reglna í Evrópu. Seðlabankastjórinn fyrrverandi gagnrýnir sömuleiðis hversu háð Evrópa hafi verið rússneskri orku og bandarískum vörnum og vopnum. Hátt í tveir þriðju af innkaupum Evrópuríkja vegna varnarmála hafi verið frá bandarískum fyrirtækjum frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022. Fimmtán prósent til viðbótar voru utan Evrópu. Þá segir Draghi að Evrópa sói sameiginlegum auðlindum og kaupmætti sínum og ríkin hafi ekki stillt saman strengi sína nægilega vel. Ákvarðanatökuferlið innan Evrópu, sem skiptist á milli þjóðríkja og Evrópusambandsins, sé of svifaseint og mörg ljón í vegi breytinga þar sem ríki geta í reynd stöðvað mál. Fram kemur að það taki að meðaltali nítján mánuði fyrir sambandið að samþykkja lög frá því að framkvæmdastjórn þess leggur þau til og þar til skrifað er undir þau. Þá er ekki talinn með sá tími sem það tekur svo fyrir aðildarríkin að taka lögin upp.
Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira